„Fjölskyldustund“ Demókrata lokið án niðurstöðu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. júlí 2024 15:50 Mike Quigley frá Illinois sagðist eftir fundinn standa fastur á þeirri skoðun að Biden ætti að víkja en vildi ekki tjá sig frekar; hann væri þegar dottinn út af jólakortalistanum. AP/John McDonnell Fundi þingmanna Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings lauk nú fyrir stundu en til umræðu var staða Joe Biden sem forsetaefnis flokksins. Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira
Fáir vildu tjá sig á leið út af fundinum, sem viðstaddir lýstu sem „fjölskyldustund“ og vettvangi til að ræða saman og hlusta á aðra. Ef marka má ummæli þingmanna sem tjáðu sig eftir fundinn voru skoðanir skiptar en segja má að dregið hafi úr líkum á uppreisn gegn forsetanum. Richard E. Neal frá Massachusetts sagði að fundurinn hefði verið jákvæður en það væri enn of snemmt að spá fyrir um málalok. Lou Correa frá Kaliforníu sagði að margir hefðu lýst áhyggjum vegna Biden en jafnframt lýst yfir stuðningi við hann. Það virðist raunar vera sú lína sem margir Demókratar hafa ákveðið að taka; að viðra áhyggjur sínar en kalla samt ekki eindregið eftir því að forsetinn stígi til hliðar. „Þegar allt kemur til alls þá voru það kjósendur sem völdu Biden, ekki við í lokuðu herbergi,“ sagði Correa. „Þetta var gott fjölskyldusamtal,“ sagði Jim McGovern frá Massachusetts. „Það finnst einhver flötur á þessu.“ „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina“ Washington Post hefur eftir ónefndum þingmanni sagði allar raddir hafa heyrst á fundinum; þeirra sem vildu Biden áfram og þeirra sem vildu sjá hann draga sig í hlé. Menn hefðu verulegar áhyggjur að kosningabaráttan myndi halda áfram að litast af umræðu um aldur og getu Biden til að sinna forsetaembættinu. Annar sagði þingmenn einnig uggandi um hvaða áhrif frammistaða Biden myndi hafa á niðurstöður þingkosninga. Spurður að því hvort samstaða hefði náðst á fundinum sagði hann að menn hefðu að minnsta kosti verið sammála um að það væri Biden að taka endanlega ákvörðun um framhaldið. Steve Cohen frá Tennessee var beittari í svörum þegar hann var inntur eftir því hvort menn væru á sömu blaðsíðu. „Við erum ekki einu sinni að lesa sömu bókina,“ sagði hann. Margir þeirra sem hafa verið nefndir til sögunnar sem mögulegir arftakar Biden hafa lýst yfir einörðum stuðningi við forsetann, þeirra á meðal varaforsetinn Kamala Harris og Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu. Sjálfur hefur Biden margítrekað að hann hafi alls ekki í hyggju að láta gott heita.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Erlent Fleiri fréttir Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Sjá meira