Mikilvægi samkeppni Breki Karlsson skrifar 9. júlí 2024 14:31 Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Breki Karlsson Neytendur Samkeppnismál Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Virk samkeppni, þegar fyrirtæki keppa innbyrðis á markaði, er ekki lítilvægt orðagjálfur til að hafa uppi á tyllidögum. Hún er ein grunnstoðin í hagkerfi okkar. Jafnframt er hún ein helsta trygging neytenda fyrir úrvali og auknum gæðum, auk þess að vera vörn gegn okri og blekkingu. Það er því miður tilefni til að rifja upp mikilvægi samkeppninnar og hvað hún færir okkur. Þegar fyrirtæki keppa á markaði reyna þau að gera hluti betur en samkeppnisaðilarnir. Þau finna leiðir til að nýta betur auðlindir sem nýttar eru og draga úr sóun. Óskilvirk fyrirtæki verða undir í samkeppninni og hætta starfsemi. Þannig ýtir samkeppni undir skilvirkni. Skilvirkni og barátta fyrirtækja um að gera betur við neytendur leiðir til þess að skilvirkari fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu á hagstæðara verði. Þannig leiðir samkeppni til lægra vöruverðs. Lægra vöruverð er ekki einungis gott fyrir neytendur. Þegar fleiri geta keypt vörur og þjónustu hvetur það fyrirtæki til að framleiða meira og þannig eflir það hagkerfið í heild. Þannig leiðir samkeppni til aukins hagvaxtar. Samkeppni leiðir til samtals við neytendur og þannig til aukins skilnings á þörfum og óskum neytenda. Því fyrirtæki á samkeppnismarkaði þurfa sífellt að vera á tánum og gera betur en áður hefur verið gert. Fyrirtæki sem ekki verða við óskum neytenda verða undir í samkeppninni. Þannig leiðir samkeppni til nýsköpunar. Samkeppni hvetur fyrirtæki til að bæta gæði vöru og þjónustu sem þau selja - til að laða að fleiri viðskiptavini. Þannig leiðir samkeppni til aukinna gæða. Í hnattvæddum heimi hvetur samkeppni fyrirtæki til að keppa ekki aðeins staðbundið heldur einnig á alþjóðavettvangi. Innri samkeppni eykur getu fyrirtækis til að staðsetja sig á alþjóðlegum markaði. Þannig eflir samkeppni alþjóðlega samkeppnishæfni sem getur leitt til aukins útflutnings. Til að öðlast samkeppnisforskot geta fyrirtæki tekið upp siðferðileg vinnubrögð og borið ábyrgð á samfélagi sínu, eða þróað umhverfisvæna starfshætti og tækni til að mæta eftirspurn neytenda eftir sjálfbærum vörum, sem geta haft jákvæð félagsleg og umhverfisleg áhrif. Þannig hvetur samkeppni til siðferðilegrar og umhverfisvænnar hegðunar. Til lengri tíma setur samkeppni neytendum völdin í hendur. Neytendur þurfa ekki að sætta sig við það sem að þeim er rétt. Neytendur geta valið vörur og þjónustu út frá óskum sínum og fyrirtæki sem ekki mæta kröfum neytenda heltast úr lestinni. Samkeppni valdeflir neytendur. Einhverjum kann að þykja krafan um samkeppni krefjandi og yfirþyrmandi, og vilja í skammtíma- og eiginhagsmunaskyni komast hjá því að þurfa að keppa á jafnréttisgrunni. En ávinningur samkeppni; skilvirkni, lægra vöruverð, framfarir, nýsköpun, hagvöxtur, alþjóðleg samkeppnishæfni og valdefling neytenda sýnir svo ekki verður um villst að almannahagsmunir felast í virkri samkeppni. Samkeppni er grundvallarstoð sem stuðlar að jafnvægi og réttlátu samfélagi, og markaði þar sem tækifæri eru fyrir alla. Án raunverulegrar heilbrigðrar virkrar samkeppni er hætta á að fyrirtæki sofni á verðinum og hvatinn til að gera betur í dag en í gær hverfur. Áskoranir samkeppninnar halda fyrirtækjum á tánum og knýja þau til stöðugra umbóta. Samkeppni er okkur öllum svo mikilvæg að þegar henni er kippt úr sambandi kemur það ekki einasta niðurá neytendum og greinunum sem ekki njóta samkeppni, heldur hagkerfinu öllu. Samkeppni er ekki bara keppnisvöllur, samkeppni er frjór jarðvegur fyrir nýsköpun. Þróun, eflir skilvirkni og nærir sköpunargáfu, umbreytir áskorunum í tækifæri til vaxtar og framfara. Þess vegna þurfum við heilbrigða og virka samkeppni, og þess vegna er aðför að samkeppni aðför að neytendum! Höfundur er formaður Neytendasamtakanna.
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen Skoðun
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun