Þaulskipulagt af hagsmunaaðilum og þeirra fulltrúum á þingi Bjarki Sigurðsson skrifar 8. júlí 2024 13:41 Ólafur Stephensen er framkvæmdarstjóri Félags atvinnurekanda. Vísir/Vilhelm Formaður atvinnuveganefndar Alþingis á hlut í félagi sem Kaupfélag Skagfirðinga er að kaupa. Kaupin ganga í gegn án aðkomu Samkeppniseftirlitsins vegna breytinga á búvörulögum sem atvinnuveganefnd gerði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir um skipulagða aðgerða hagsmunaaðila og fulltrúa þeirra á þingi að ræða. Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin. Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Í gær var tilkynnt að búið væri að samþykkja tilboð Kaupfélags Skagfirðinga um kaup á allt að hundrað prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf. Kjarnafæði rekur sláturhús og kjötvinnslustöðvar á fjórum stöðum á Norðurlandi og er KS með svipaða starfsemi víða um land. Rúmlega helmingur Kjarnafæðis Norðlenska hf. er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona sem munu selja allt sitt hlutafé. Rest er í eigu félagsins Búsældar, félags bænda. Eigendur í Búsæld munu hver fyrir sig þurfa að taka ákvörðun um sölu hlutar til KS. Meðal þeirra er Þórarinn Ingi Pétursson, þingmaður Framsóknar og formaður atvinnuveganefndar. Hann á tæplega eins prósents hlut í félaginu en sem formaður atvinnuveganefndar tók hann þátt í vinnu nýrra umdeildra búvörulaga sem fela í sér undanþágu afurðastöðva í kjötiðnaði frá samkeppnislögum og gerir þeim auðveldara fyrir að sameinast, líkt og hefur gerst með KS og Kjarnafæði. Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir þetta gríðarleg ójafnræði. „Þetta hefur greinilega verið vel skipulagt hjá hagsmunaaðilum í kjötvinnslu og þeirra fulltrúum á Alþingi. Þetta gerist furðu hratt,“ segir Ólafur. „Þessir aðilar töldu frumvarp ráðherra ekki ganga nógu langt í þá átt að leyfa fyrirtækjum sem eru ekki undir stjórn bænda að vinna saman og sameinast athugasemdalaust. Það var það sem þau náðu fram og það er það sem við erum að horfa fram á í dag.“ Samruninn muni hafa slæm áhrif á bæði bændur og neytendur. „Þetta fyrirtæki mun hafa alveg gríðarlega mikla markaðshlutdeild, bæði hvað varðar lamba- og nautakjöt. Og er þá um leið betur í færum til að stýra verðinu til verslana og á endanum til neytenda. Ég segi það enn og aftur, þessi lög sem voru sett á Alþingi eru ólög. Það verða klárlega látið á það reyna hvort þau yfirleitt standast,“ segir Ólafur. Framkvæmdastjóri Kjarnafæðis Norðlenska, Ágúst Torfi Hauksson, segir í samtali við RÚV að hann telji engar uppsagnir vera í farvatninu þrátt fyrir eigendaskiptin.
Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Framsóknarflokkurinn Lambakjöt Nautakjöt Landbúnaður Kaup og sala fyrirtækja Skagafjörður Tengdar fréttir KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggjast aftur yfir myndefnið Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
KS hafi fest kaup á Kjarnafæði Norðlenska Kaupfélag Skagfirðinga hefur fest kaup á hlut Kjarnafæðisbræðra, þeirra Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, og Búsældar ehf. í Kjarnafæði Norðlenska. 7. júlí 2024 23:46