Svar við bréfi Carbfix: Óljósar hótanir ekki vænlegar til árangurs Davíð A Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 10:45 Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun