Svar við bréfi Carbfix: Óljósar hótanir ekki vænlegar til árangurs Davíð A Stefánsson skrifar 8. júlí 2024 10:45 Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Coda Terminal í Hafnarfirði Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Þann 3. júlí s.l. birtu þau Ólafur Elínarson og Sandra Ósk Snæbjörnsdóttir sem bæði eru starfsfólk Carbfix grein hér á Vísi undir fyrirsögninni: Af hverju að byggja Coda Terminal. Þar gera þau grein fyrir ágæti og mikilvægi kolefnisförgunarstöðvarinnar Coda Terminal sem fyrirtækið hyggst reisa í Hafnarfirði. Jafnframt gera þau tilraun til að slá á áhyggjur íbúa af mögulegum umhverfisáhrifum starfseminnar en hávær umræða og mótmæli hafa farið af stað í bænum vegna áformanna. Í lok greinarinnar er spjótum beint að bæjarbúum: „Nýjum hlutum fylgir óvissa og óvissa getur skapað óöryggi. Þetta á við okkur öll. Það var jafnvel mótmælt harkalega gegn hitaveituvæðingu á sínum tíma. Það er mikilvægt að við tökum þátt í umræðunni og spyrjum spurninga, en jafnframt að við stuðlum ekki að upplýsingaóreiðu og ölum ekki á ótta því orðum fylgir ábyrgð“. Greinarhöfundar sýna áhyggjum íbúa af förgunarstöðinni skilning og virðast hæglega geta sett sig í spor þeirra. En í lokaorðum Ólafs og Söndru breytist tónninn og fólki gert ljóst að því sé hollast að gæta orða sinna og skoðanna ella geti það haft afleiðingar sem ekki eru útskýrðar frekar. Í þessu sambandi verður að taka fram að ástæðurnar að baki andstöðu margra íbúa í Hafnarfirði við fyrirhugaðri uppbyggingu Coda Terminal eru af ýmsum toga og það er óþarfur hroki og afar mikil einföldun að halda því fram að andstaðan sé byggð á óþarfa ótta og upplýsingaóreiðu. Þá verður að benda greinarhöfundum á að það er þeirra hlutverk að kynna verkefnið með ásættanlegum hætti og að bæjaryfirvöldum ber skylda til að hafa alvöru samráð við íbúa. Það er hlutverk beggja þessara aðila að svara þeim spurningum sem íbúar hafa um verkefnið án þess að vera með hroka og jafnvel óljósar hótanir eins og lesa má úr orðunum. Miðað við þá stöðu sem nú er komin upp þar sem þúsundir hafa undirritað mótmælalista gegn áætlunum fyrirtækisins og sveitarfélagsins verður ekki annað séð en að samráðið og kynningin hafi mistekist. Nær væri að þau Ólafur og Sandra beindu umvöndunum sínum inná við og til bæjaryfirvalda því orðum fylgja sannarlega ábyrgð og afleiðingar enda virðist sátt um starfsemi Coda Terminal fjarlæg í augnablikinu. Íbúar í Hafnarfirði bera ekki ábyrgð á því. Að blanda hitaveituvæðingunni inn í umræðuna er svo ekkert annað en hreinn og klár útúrsnúningur sem dæmir sig sjálfur. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun