Caitlin endaði með 19 stig, 13 stoðsendingar og 12 fráköst þegar Indiana Fever batt enda á níu leikja taphrinu með óvæntum endurkomusigri gegn toppliði deildarinnar New York Liberty.
Caitlin fékk væna vatnsgusu frá liðsfélögum sínum eftir leik og hirti boltann með sér heim.
the team celebrated Caitlin Clark's historic triple-double in the locker room after the dub over New York 😤 pic.twitter.com/HyKwOoe2Rj
— Indiana Fever (@IndianaFever) July 6, 2024
Caitlin Clark on how the win adds to the triple-double: “Honestly, I’m just happy we won — [ends with] — but I mean, I don’t know.”
— Matthew Byrne (@MatthewByrne1) July 6, 2024
Aliyah Boston then interrupts: “She’s so humble isn’t she? Well let me tell ya. That was pretty cool Caitlin. Great job sister!”
Full clip: pic.twitter.com/9GXHOf4Xic
Eftirvæntingin fyrir komu hennar var mikil og hún hefur slegið í gegn á sínu fyrsta tímabili í WNBA deildinni. Innan vallar spilar hún stórkostlega og utan vallar flykkjast áhorfendur að til að bera hana augum.
Áhorfendamet WNBA deildarinnar var slegið síðasta þriðjudag þegar Indiana Fever mætti ríkjandi meisturum Las Vegas Aces.