Lokunaruppboð í Kauphöllinni Baldur Thorlacius skrifar 4. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun