Lokunaruppboð í Kauphöllinni Baldur Thorlacius skrifar 4. júlí 2024 07:01 Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Baldur Thorlacius Kauphöllin Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Síðastliðinn föstudag var slegið met í Nasdaq kauphöllinni í New York. Metið sneri ekki að hlutabréfaverði eða þróun vísitalna heldur hafði aldrei áður annað eins magn viðskipta átt sér stað í svokölluðu lokunaruppboði á einum degi. Nánar tiltekið áttu sér stað viðskipti fyrir 95,257 milljarða Bandaríkjadali, yfir 13 billjón íslenskra króna, á 0,878 sekúndum. Ástæðan var sú að á þessum degi tók ný samsetning ákveðinna Russell vísitalna gildi og vísitölusjóðir, sem fylgja vísitölunum – og þurfa því að eiga hluti í sömu félögum og mynda vísitölurnar, þurftu að kaupa og selja hlutabréf svo þeir héldu áfram að endurspegla vísitölurnar. Vísitölusjóðir, sér í lagi kauphallarsjóðir (e. Exchange Traded Funds / ETF‘s), hafa verið að vaxa í vinsældum á heimsvísu og aðilar sem stýra slíkum sjóðum leggja gjarnan mikla áherslu á að eiga viðskipti á dagslokaverði viðkomandi dags til að fylgja vísitölunum sem best, þar sem dagslokagildi vísitalnanna byggir einmitt á því verði. Sem dæmi, ef dagslokaverð félags í vísitölu er 100 en sjóður kaupir á verðinu 103 myndast skekkja á fylgni sjóðsins við vísitöluna. Þar koma lokunaruppboðin til sögunnar, en ef það verða viðskipti í lokunaruppboði ákvarða þau dagslokaverðið. Með því að eiga viðskipti í lokunaruppboði tryggir sjóður að þau verði á nákvæmlega sama verði og í vísitölunni. Á árinu 2023 áttu 15% allra hlutabréfaviðskipta á Nasdaq markaðnum í New York sér stað í lokunaruppboðum. Aukin viðskipti í lokunaruppboðum á Íslandi Nasdaq býður einnig upp á lokunaruppboð á íslenska markaðnum og þó þau hafi ekki verið notuð í sama mæli og á bandaríska markaðnum þá hefur mikilvægi þeirra verið að aukast, sér í lagi í tengslum við erlenda vísitölusjóði. Árin 2022 og 2023, eftir að íslensk fyrirtæki urðu gjaldgeng í FTSE Russell vísitölur nýmarkaðsríkja, námu viðskipti í lokunaruppboðum um 3,5% af heildarviðskiptum ársins. Munaði þar langmestu um dagana sem nýjar samsetningar vísitalnanna tóku gildi. Árin þar áður (frá 2014) hafði þetta hlutfall verið á bilinu 0,3 – 0,6%. Með vaxandi vægi erlendra vísitölusjóða, erlendra fjárfesta og aukinna vinsælda kauphallarsjóða, eins og LEQ sjóðsins – sem er í dag eini skráði kauphallarsjóðurinn á Íslandi, er ekki ólíklegt að meira viðskiptamagn haldi áfram að leita í lokunaruppboðin. Það er því mikilvægt fyrir fjárfesta að átta sig á því hvernig þau virka. Hvernig virka lokunaruppboð? Þegar markaðir eru opnir eru svokölluð samfelld viðskipti (e. continuous trading). Þá geta fjárfestar sett inn kaup- eða sölutilboð eða tekið tilboðum annarra. Um leið og tilboði er tekið, parast þau og úr verða viðskipti. Markaðurinn er því á stöðugri hreyfingu. Markaðirnir opna og loka aftur á móti með uppboðum. Tilgangurinn með uppboðunum er að mynda áreiðanlegt opnunar- og dagslokaverð en þau geta einnig orðið að mikilvægum seljanleikaatburði (e. liquidity event) þar sem öll sem hafa áhuga á því að eiga viðskipti geta lagt inn kaup- eða sölutilboð á afmörkuðu tímabili (5 mínútur, í tilfelli lokunaruppboða). Lokunaruppboð stuðla að auknu jafnræði meðal fjárfesta, þar sem allir eiga viðskipti á sama verði í uppboðinu, sem þýðir m.a. ekkert verðbil, auk þess sem þau gera stórum fjárfestum eins og vísitölusjóðum kleift að eiga umtalsverð viðskipti án þess að hreyfa óþarflega mikið við hlutabréfaverðinu eða gera öðrum viðvart um kaup- eða söluáhuga sinn. Á meðan á uppboði stendur er hvert og eitt tilboð ekki opinberað. Í staðinn geta fjárfestar séð upplýsingar sem gefa til kynna hvort það verði pörun, og þá á hvaða verði. Þær upplýsingar eru síbreytilegar þar til uppboði lýkur þar sem ný tilboð koma inn og öðrum er breytt. Í lok uppboðsins á sér loks stað pörun (e. uncross) og úr verða viðskipti, svo lengi sem kaupendur og seljendur ná saman. Fara þau þá öll fram á einu verði (þ.e. fyrir hvert félag), sem er þá dagslokaverðið. Höfundur er framkvæmdastjóri skráninga hjá Nasdaq Iceland.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun