Víkingar geta náð því sem enginn hefur gert í sextíu ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júlí 2024 15:01 Aron Elís Þrándarson og Danijel Dejan Djuric fagna bikarsigri Víkinga í fyrra. Með þeim á myndini er Oliver Ekroth. Vísir/Hulda Margrét Víkingar eru einum leik frá fimmta bikarúrslitaleiknum í röð og sá leikur er á móti Stjörnunni í kvöld í undanúrslitum Mjólkurbikars karla. Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Víkingar fá Garðbæinga í heimsókn í Víkina aðeins sex dögum eftir að þeir unnu þá 4-0 á útivelli í Bestu deildinni. Stjörnumenn mæta örugglega í hefndarhug eftir að hafa tapað báðum deildarleikjum sínum á móti Víkingi í sumar og alls spilað í 180 mínútur á móti þeim án þess að skora. Hilmar Árni Halldórsson skoraði fyrir Stjörnuna í síðasta bikartapi Víkinga.Vísir/Diego Stjörnumenn státa líka af því að vera síðasta liðið til að slá Víking út úr bikarkeppninni. Það gerðu þeir með 2-1 sigri í Víkinni 30. júlí 2020. Emil Atlason skoraði fyrra markið á fyrstu mínútu og Hilmar Árni Halldórsson kom þeim í 2-0 á 54. mínútu áður en Nikolaj Hansen minnkaði muninn. Allir eru með í kvöld. Átján bikarsigrar í röð Þessi bikarkeppni fyrir fjórum árum síðan var hins vegar aldrei kláruð þar sem að henni var aflýst vegna kórónuveirufaraldursins. Það gerir það að verkum að Víkingar hafa nú unnið fjóra síðustu bikarúrslitaleiki, bikarúrslitaleikinn árið 2019 og svo bikarúrslitaleikina undanfarin þrjú sumur. Víkingar lyftu bikarnum á Laugardalsvellinum síðasta haust.Vísir/Hulda Margrét Víkingsliðið hefur enn fremur unnið átján bikarleiki í röð. Níu hafa verið á móti liðum úr B-deildinni en níu á móti liðum úr neðri deildum. Með sigri í leiknum í kvöld þá getur Víkingur því leikið eftir afrek KR-inga frá fyrstu árum bikarkeppninnar. KR-ingar komust í fimm fyrstu bikarúrslitaleikina á árunum 1960 til 1964 og unnu þá alla. Ekkert lið hefur náð því að spila fimm bikarúrslitaleiki í röð undanfarin sextíu ár. Fimm bikartitlar í röð frá 1960 til 1964 KR-ingar léku fimmtán bikarleiki í röð án þess að tapa frá 1960 til 1964. Sigurgangan endaði með tapi á móti ÍBA á Akureyrarvelli í átta liða úrslitum í september 1965. Á þessum árum fór bikarkeppnin fram eftir Íslandsmótið og úrslitaleikirnir voru spilaðir á gamla Melavellinum. KR-ingar með bikarinn á síðum Tímans eftir fimmta bikarsigur sinn í röðþTimarit.is/Tíminn Víkingar eru reyndar þegar búnir að jafna afrek Valsara og Framara sem eru einu félögin sem hafa spilað fjóra bikarúrslitaleiki í röð á Laugardalsvellinum. Valsmenn gerðu þá frá 1976 til 1979 en Framarar frá 1984 til 1987. Bæði lið unnu þá bara tvo af þessum leikjum, Valur 1976 og 1977 en Framarar 1985 og 1987. Á fimmta árinu þá töpuðu Valsmenn í sextán liða úrslitunum 1980 á móti verðandi bikarmeisturum Fram en Framarar töpuðu í átta liða úrslitunum 1988 á móti verðandi bikarmeisturum Vals. Hvorugt liðanna komst því í fimmta bikarúrslitaleikinn í röð. Nú er að sjá hvort Víkingum takist að leika eftir KR-inga frá því fyrir sextíu árum eða hvort Stjörnumenn komist í sinn fyrsta bikarúrslitaleik í sex ár. Leikurinn hefst klukkan 19.30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki