Innlent

Á­lag á heilsu­gæslu og ó­sáttir strandveiðimenn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum verður rætt við formann læknafélags Íslands um boðaðar breytingar á heilsugæslustöðvum landsins. 

Formaðurinn telur ekki að breytingarnar muni draga úr álagi, heldur þvert á móti auka það. Þá óttast hún að fleiri veigri sér nú við því að leita til læknis.

Einnig verður rætt við ósátta strandveiðimenn sem segjast gáttaðir á því að vera sakaðir um græðgi af Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.

Að auk fjöllum við um mál Yazans, drengsins sem átti að vísa úr landi ásamt fjölskyldu sinni en þeirri ákvörðun hefur nú verið frestað fram yfir Verslunarmannahelgi.

Í íþróttapakka dagsins eru það úrslitin á EM sem ber hæst auk þess sem Stjörnumenn hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 2. júlí 2024



Fleiri fréttir

Sjá meira


×