Einnig verður rætt við formann Hagsmunasamtaka heimilanna sem krefst þess að vextir verði lækkaðir hið snarasta. Seðlabankinn segir þó að ekki standi til að flýta ákvörðun peningastefnunefndar, en að óbreyttu verður næsta vaxtaákvörðun ekki tekin fyrr en í lok ágúst.
Að auki fjöllum við um svokallaða flöggun á Landspítalanum, en frá árinu 2005 ha kennitölur 220 einstaklingar verið flaggaðar á Landspítalanum vegna ógnandi hegðunar.
Einnig heyrum við í veðurfræðing um helgarveðrið en þrátt fyrir gular viðvaranir í dag er von á blíðskaparveðri um helgina.
Í íþróttunum fjöllum við um U20 kvennalandsliðið og framgöngu þeirra á HM en þær töpuðu fyrir Ungverjum í átta liða úrslitum eftir frábæra frammistöðu á mótinu.