Innlent

Össur um öryggis­málin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.
Telma Tómasson les kvöldfréttir í kvöld.

Ráðamenn í Evrópu funda stíft vegna stöðunnar sem upp er komin í álfunni eftir að Bandaríkjaforseti boðaði að hann myndi refsa með tollum sumum af þeim Evrópuríkjum sem setja sig upp á móti Grænlandsásælni hans.

Við förum yfir það nýjasta í þróuninni og ræðum við Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, um öryggismálin en hann var fyrir nokkrum árum formaður sérstakrar Grænlandsnefndar. Þá tökum við púlsinn á fólkinu í landinu og fáum að heyra hvernig því líður vegna þróunarinnar á Grænlandi.

Um fjórðung allra heimsókna á bráðamóttöku má rekja til áfengisneyslu. Í fréttatímanum verður rætt um falinn vanda í samfélaginu sem er áfengisneysla eldri borgara en starfsmenn heimaþjónustu og hjúkrunarheimila óska vikulega eftir aðstoð vegna drykkju skjólstæðinga.

Vinstri græn og Vor til vinstri tilkynntu í gær að flokkarnir hygðu á sameiginlegt framboð í Reykjavík en ekki allir lögðu sama skilning í það sem um var samið. Við ætlum að komast til botns í málinu í kvöldfréttum.

Loðnuvertíðin er hafin og fyrsta loðnan veiddist í morgun út af Austfjörðum. Kristján Már rýnir í loðnuleitina í tímanum. Við verðum þá í beinni frá Alþingi þar sem samgönguáætlun var rædd og frá VR þar sem formaður félagsins mun bregðast við gjaldskrárhækkunum Veitna.

Í sportinu tengjum við okkur við Svíþjóð þar sem okkar menn eru staddir á EM í handbolta og rýnum í leik morgundagsins sem verður stóra próf strákanna okkar á mótinu hingað til. Í Íslandi í dag kynnumst við yngsta stórmeistara landsins, sem segist stefna á heimsmeistaratitilinn í annarri framandi íþrótt.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Sýnar, Vísis og Bylgjunnar á slaginu hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×