Etanól í glansumbúðum Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar 27. júní 2024 17:01 Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Bretland Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem vakti athygli mína þegar ég flutti til Bretlands fyrst, 19 ára gömul, var frjálsleg áfengisneysla þjóðarinnar. Við höfum jú öll heyrt um breska pöbbamenningu sem Íslendingar reyndu stíft að koma á eftir 1. mars 1989 en þarna varð ég vitni að því að vikuleg matarinnkaup venjulegrar, miðstéttarfjölskyldu innihéldu 6-8 flöskur af hvítvíni og nokkrar kippur af bjór. Þar með lærði ég að í útlöndum gæti fólk fengið sér nokkra bjóra eftir vinnu og 1-2 vínglös með matnum, alla daga vikunnar, án þess að vera með háreysti og dólgslæti af ofölvun eða liggja sárlasið í rúminu heilan dag á eftir. Þarna taldi ég mig hafa uppgötvað „áfengismenningu“ sem Íslendinga skorti sárlega, að kunna að umgangast vín og bjór. Og ég talaði fyrir því, þrátt fyrir að vera bindindismanneskja langt fram á fertugsaldurinn, að Íslendingar þyrftu bara að læra að drekka, hætta að þamba sterk vín um helgar og dreifa því betur yfir vikuna, en í formi léttvíns og bjórs. Svo lengi sem þú yrðir ekki svín með víni, varstu fín. Síðan þá hafa bæði ég og Bretar gert okkur grein fyrir því að „áfengismenning“ þeirra er alls ekki til eftirbreytni og hefur í raun einungis ýtt undir áfengisneyslu hjá yngri aldurshópum, ekki síst svokallaðar „binge-drinking“ venjur unglinga. „Vínmenning“ Íslendinga þykir hafa snarbatnað á síðustu 25 árum, núna erum við loksins búin að ná nágrannaþjóðum okkar í þroska og þurfum ekki að skammast okkar fyrir að vera svona aftarlega á merinni, veifandi landabrúsa. Nú erum við orðin „móðins“, kunnum okkur og erum meira töff með glas í hendi því í öllu umhverfi mínu sé ég skilaboð um að áfengi sé fínt (tvöföld merking), svo lengi sem þú „kannt að drekka“ og ert ekki í þeim „pínulitla“ hópi fólks sem verður áfengisfíklar. Það er jú óheppilegt en virðist vera samfélagslega samþykktur fórnarkostnaður fyrir „vínmenningu“ landans. Við hendum bara peningum í vandamálið, í lágmarksaðstoð við þau sem eru svo óheppin að hafa röng gen eða eru ekki „nógu sterkir persónuleikar“. Við kaupum SÁÁ álfinn árlega en höldum svo áfram að hampa áfengi sem guðaveigum við öll tækifæri, gerum því jafnvel hátt undir höfði með tilvísunum í dularfullar „rannsóknir“ sem engin veit hver hefur fjármagnað, sem benda til þess að áfengi geti mögulega verið heilsusamlegt. Hljómar óþægilega líkt áróðrinum og markaðssetningunni sem tóbaksframleiðendur heimsins komust lengi vel upp með á síðustu öld. En þar sáum við loksins ljósið, í gegnum þykkan tóbaksreykinn, og neituðum að láta plata okkur lengur til að fórna heilsunni auk skattfjárins sem fór í heilbrigðisþjónustu við ört stækkandi hópa lungna, hjarta-og æðasjúklinga. Að ekki sé minnst á ólyktina og óþrifin! Í dag er íslenskt samfélag stolt af því að þrengja að tóbaksneytendum, bölva þeim í sand og ösku og senda þeim háværar áminningar um hversu mikið tóbakið spilli heilsu þeirra, skál fyrir því! Veltum því svo fyrir okkur hvers vegna krabbameinstilfellum fjölgar svo ört – sem og heilabilunarsjúkdómum – á meðan við sötrum etanól í glansumbúðum. Etanól er fljótandi eiturefni sem við myndum aldrei nokkurn tíma skola augun á okkur upp úr, en hikum þó ekki við að baða slímhúðina innvortis uppúr þessu efni, allt frá munni niður í þið-vitið-hvað. Og skellum svo skollaeyrum við fregnum af þeirri vísindalegu staðreynd að áfengisneysla – hvort sem um er að ræða léttvín eða ákavíti – eykur líkurnar á að minnsta kosti sex mismunandi tegundum krabbameins: í munni, hálsi, vélinda og ristli (akkúrat á leiðinni sem etanólið fer í gegn, sjáið til), auk lifrar- og brjóstakrabbameins. Enn fremur hefur áfengi mikil áhrif á heilann (döh, hefurðu einhverntíma hitt drukkna manneskju?) og veldur langtímaskaða þar sem getur ýtt undir heilahrörnunarsjúkdóma síðar meir. Að ég tali nú ekki um depurðina og geðsveiflurnar sem áfengisneysla veldur. En öllu þessu viljum við helst ekki vita af því það skemmir partýið, alveg eins og þau sem kvörtuðu yfir tóbaksreyknum voru púkalegir nöldrarar á seinni hluta síðustu aldar, og alls ekki kúl! Ég hef aldrei verið kúl, ég hef hins vegar fengið krabbamein og það var ekkert sérstaklega mikið partý í lyfjameðferðinni, sem gjörsamlega rústaði téðri slímhúð svo ég hugsa mig núna ÞRISVAR um áður en ég baða hana upp úr göróttum vökva. Ég get ekki einu sinni notað tannkrem með sterku myntubragði! Ég fæ mér samt enn eitt og eitt freyðivínsglas þegar mér finnst virkilega tilefni til, sem er kannski 2-3 sinnum á ári, en annars eru komnir svo bragðgóðir staðgenglar að það er eiginlega algjör óþarfi að misbjóða slímhúðinni og heilanum á þann hátt. Og ef Íslendingar tækju sig til og yrðu fyrirmynd annarra þjóða – líkt og þeir gerðu varðandi reykingar á sínum tíma – í að minnka áfengisneyslu (ekki bara breyta henni) og auka almenna vitund um alvarlega skaðsemi drykkja sem innihalda etanól (lesist: allt áfengi) ja, þá myndi ég nú aldeilis skála í núll prósent freyðivíni, og jafnvel splæsa á línuna! Höfundur er hamingjuþjálfi hjá Andanu Happiness Coaching.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun