Sanna stefnir á þing Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 27. júní 2024 12:28 Sanna Magdalena Mörtudóttir hyggst bjóða sig fram til Alþingis í næstu kosningum hljóti hún stuðnings félaga sinna í Sósíalistaflokknum. Vísir/Vilhelm Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hyggst bjóða sig fram til þings fyrir hönd flokksins hljóti hún stuðning félaga sinna. Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna. Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira
Hún hefur setið í borgarstjórn síðan árið 2018 og var þá yngsti borgarfulltrúinn í sögu Reykjavíkur. Hún situr í velferðarráði og borgarráði. Hún hefur notið almennrar ánægju sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. Vongóð fyrir næstu kosningar „Ég hef fengið hvatningu frá félögum í að bjóða mig fram í þetta. Og ég hlusta á félaga,“ segir Sanna í samtali við fréttastofu. „Það er svo mikið óréttlæti í samfélaginu og misskiptingin er svo mikil að ég vil endilega gera allt sem ég get gert í minni hreyfingu til að byggja upp réttlátara samfélag,“ segir Sanna. Sósíalistaflokkurinn er ekki með mann inni á þingi eins og er en flokkurinn fékk aðeins 4,1% atkvæða í síðustu kosningum. Miðað við niðurstöður nýjustu skoðanakannanna fengi flokkurinn þó mann inn á þing ef gengið væri til kosninga í dag og eru Sósíalistar vongóðir. Sanna tekur meðal annars fram að vinsældir Sósíalista séu vaxandi á yngsta kosningabæra aldursbilinu. Þörf á félagshyggju Sanna hefur notið almennrar ánægju borgarbúa sem borgarfulltrúi og var samkvæmt könnun Maskínu snemma árs í fyrra sá borgarfulltrúi sem Reykvíkingum fannst hafa staðið sig best á þá yfirstandandi kjörtímabili. „Það er svo margt sem mann langar að ná í gegn. Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna í nærumhverfi með borgarbúum. Það er mjög skemmtilegt að heyra beint frá fólki hvað þarf að laga í samfélaginu og mun halda því áfram sama á hvaða starfsvettvangi það verður nákvæmlega,“ segir Sanna um setu sína í borgarstjórn. Sanna segir þörf á meiri félagshyggju í samfélaginu og hyggst nýta sér vettvang sinn á Alþingi, hljóti hún kjör, í þágu þess. „Ég vil hlusta á fólk og leggja áherslu á það hvað það er sem við þurfum að breyta svo við getum byggt upp gott og réttlátt samfélag,“ segir Sanna.
Alþingi Sósíalistaflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Fleiri fréttir Áhyggjur af tollum ESB, olíþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Sjá meira