„Held að Guðmundur hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. júní 2024 13:19 Hannes Jón Jónsson tekur Guðmundur B. Ólafsson til beina í færslu á Instagram í dag. Hannes Jón Jónsson, þjálfari Alpla Hard í Austurríki, birti mikla eldræðu um HSÍ á Instagram í dag. Óhætt er að segja að hann fari engum silkihönskum um formanninn Guðmund B. Ólafsson í henni. Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan. HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Tilefni færslu Hannesar er viðtal við Guðmund í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær þar sem hann gaf lítið fyrir umræðuna um umdeilda styrktarsamninga HSÍ við Arnarlax og Rapyd og sagði að erfitt væri fyrir sambandið að afla tekna. Hannes gefur ekki mikið fyrir ummæli Guðmundar um að þeir sem hafi tjáð sig um styrktarsamningana við Arnarlax og Rapyd hafi ekkert vitað hvað þeir voru að tala um. „Það lýsir ákveðinni firringu vegna þess að það er til fólk í heiminum sem er blessunarlega ennþá með ákveðin prinsipp og fjármagn og peningar brjóta ekki niður þessi prinsipp. Við erum að tala um íslenska náttúru. Við erum að tala um óafturkræfanlegan skaða á náttúruauðlind og dýrategund sem hefur verið í þúsundir eða milljónir ára að byggjast upp á Íslandi,“ sagði Hannes. Komnir á algjöra endastöð Hann hnaut einnig um ummæli Guðmundar um að það væri í raun ekki mikið að selja fyrir HSÍ, til að afla sambandinu aukinna tekna. „Þessi orð segja mér að þessi maður og hans menn eru komnir á algjöra endastöð. Það er ekkert „kreatívítet“ í því hvernig á að afla fjár. Það er setið pikkfast í sömu hjólförunum og einu sinni til tvisvar á ári er komið í fjölmiðla og vælt yfir litlu ríkisfjárframlagi sem er allt í lagi,“ sagði Hannes. View this post on Instagram A post shared by hannesjonjonsson (@hannesjonjonsson) „Ég held að Guðmundur B. Ólafsson hafi gert afskaplega lítið gott fyrir íslenskan handbolta og HSÍ. Ég held að það hafi orðið ofboðslega litlar breytingar þarna inni. Þegar maðurinn í brúnni kemur fram og segir að það sé afskaplega lítið að selja held ég að þetta sé komið gott og tími til að hleypa nýju fólki að sem er með hugmyndir og ástríðu, tilbúið að prófa eitthvað nýtt og hugsa út fyrir boxið og vonandi verður það fólk með ákveðin prinsipp og er ekki tilbúið að leggjast í duftið og selja sálu sína glæpafyrirtækjum. „Ég er viss um að það er mikið af fólki og fyrirtækjum sem væru tilbúin að hoppa á vagninn ef HSÍ myndi sýna dugnað og mennsku með því að slíta þessum styrktarsamningum við Arnarlax og Rapyd og gera svolítið mikið úr því. Það væri gott PR.“ Eldræðu Hannesar má sjá hér fyrir ofan.
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Endaði með fjörutíu prósent markvörslu á HM Hefur verulegar áhyggjur af Hauki: „Þetta er eins og Fóstbræðraskets“ Viktor Gísli besti maður Íslands á HM HM í dag: Ferðalok og síðasti sundspretturinn Vill sjá breytingar á landsliðinu: „Aðeins að poppa þetta upp“ HSÍ planaði heimför fyrir Argentínuleikinn: „Finnst það frekar taktlaust“ Myndasyrpa frá súrsæta sigrinum á Argentínu Skýrsla Henrys: Endurtekið efni enn eitt árið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Guðmundur hefur trú á Slóveníu Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Argentínu: Við eigum einn besta markvörð í heimi Óli Stef fer með strákunum í sjóinn og Kári rakar af sér skeggið Stuðningurinn skiptir Ými mestu: „Fyrir þau myndi maður helst vilja að Króatar misstígi sig“ Tölfræðin á móti Argentínu: Gísli Þorgeir og Óðinn komu í leitirnar Snorri ekki viss um að hann horfi í kvöld Portúgal með stórsigur og mætir Þýskalandi í átta liða úrslitum Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Ísland í hóp tíu bestu í fyrsta sinn í langan tíma Stiven spilar sinn fyrsta leik á HM Er í 90 prósent tilfella nóg Gætið ykkar: Engir bræður en einn heitur frá Benidorm HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum „Svekkjandi ef einn hálfleikur eyðileggur mótið hjá okkur“ Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Býst ekki við neinni aðstoð frá Slóvenum „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti