„Fólk sem vissi ekkert hvað það var að tala um“ Aron Guðmundsson skrifar 25. júní 2024 08:01 Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segir umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga sambandsins hafa verið hálf broslega og skakka. Vísir/Samsett mynd Formaður HSÍ Guðmundur B. Ólafsson, segir umræðuna, sem spratt upp í kringum samstarfssamninga sambandsins við fyrirtækin umdeildu, Arnarlax og Rapyd, hálf broslega og skakka. Fyrirtækin séu stoltir samstarfsaðilar HSÍ og að það fólk sem hafði hátt á samfélagsmiðlum um samstarfið „vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um.“ Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“ HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira
Nú fyrir helgi sögðum við frá erfiðri rekstrarstöðu HSÍ sem skilaði áttatíu og fimm milljóna króna tapi á síðasta ári, sér eigið fé sitt uppurið og í raun neikvætt um tugi milljóna. Guðmundur, formaður HSÍ, var til viðtals og tók þar undir að staða sambandsins væri grafalvarleg og sagði hann að tapið að miklu leiti skýrast af góðum árangri landsliða Íslands í handbolta. Betri árangri sem fylgi ekki meira fé frá ríki og afrekssjóði ÍSÍ. Tekjur HSÍ standa nánast í stað milli ára. Er erfitt fyrir ykkur að auka tekjurnar? „Það er í sjálfu sér ekki mikið að selja,“ svarar Guðmundur. „Og það broslega í þessu er svo það að á síðasta ári vorum við að liggja undir ámælum á samfélagsmiðlum vegna samstarfsaðila okkar sem vildu styðja við bakið á okkur. Þá áttum við, samkvæmt einhverjum, að vera handvelja fyrirtækin sem við eigum í samstarfi við. Við sátum ámæli undir því og það er hálf broslegt í ljósi stöðunnar.“ Vísar Guðmundur þar í umræðuna sem spratt upp í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við umdeild fyrirtæki. Annars vegar fiskeldisfyrirtækið Arnarlax sem hefur verið mikið í umræðunni, sem og Rapyd. En forstjóri þess fyrirtækis og stofnandi, Arik Shtilman, hefur opinberlega lýst yfir stuðningi sínum við ísraelska herinn í átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Í tengslum við samstarfssamninga HSÍ við ofangreind fyrirtæki mátti greina umræðu á samfélagsmiðlum þar sem að meðal annars þjóðþekktir einstaklingar sögðu HSÍ ekki eiga að eiga í samstarfi með umræddum fyrirtækjum. Kom þessi umræða þér spánskt fyrir sjónir? „Hún var bara svo hrikalega skökk. Það fólk sem var að tala um þetta vissi náttúrulega bara ekkert hvað það var að tala um. Við erum bara í íþróttastarfi. Þegar að það eru öflug og stór fyrirtæki sem eru tilbúin að styðja okkur og vera í samstarfi við okkur, þá að sjálfsögðu vinnum við með þeim. Þetta eru stoltir samstarfsaðilar okkar.“
HSÍ Auglýsinga- og markaðsmál Sjókvíaeldi Handbolti ÍSÍ Tengdar fréttir Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25 Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07 Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Handbolti Dáður en umdeildur kylfingur látinn Golf Skoraði á móti Arsenal og semur nú við Vestra Fótbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Rautt spjald gegn Íslandi rifjað upp eftir tal um „sérmeðferð“ Ronaldos Fótbolti Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Fleiri fréttir „Fannst stelpurnar frábærar í seinni hálfleik“ „Reyndi að halda þessu áfram eins lengi og ég gat“ „Mig langar mjög mikið að gráta“ „Við vorum búnir að grafa okkur í djúpa holu“ Uppgjörið: Serbía - Ísland 27-26 | Hársbreidd frá stigi eftir frábæra endurkomu Færeysku stelpurnar unnu Spán: Söguleg stund fyrir Færeyjar Leik lokið: Fram-FH 28-30 | Hafnfirðingar unnu meistarana Andri Már tryggði liði sínu jafntefli Þjóðverjar unnu 26 marka stórsigur í næsta leik eftir Íslandsleikinn Ráðherra mættur á HM: „Verður mikil stemning“ „Okkar konur eiga meira skilið“ Ein breyting hjá Íslandi fyrir kvöldið „Aðeins öðruvísi en alltaf geggjað að hafa Katrínu með mér“ „Ég er með mikla orku“ Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Sjá meira
Ætlar ekkert að tjá sig um Arnarlax-samninginn Formaður Handknattleikssambands Íslands neitaði að svara spurningum fréttamanns um styrktaraðila sambandsins á blaðamannafundi í morgun. Hann sagðist ekki ætla að tjá sig um málið. 18. desember 2023 12:25
Aron um Arnarlax-samninginn: „Að sjálfsögðu hefði ég kannski valið eitthvað annað fyrirtæki“ Aron Pálmarsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, er ekkert sérstaklega hrifinn af umdeildum styrktarsamningi HSÍ við sjókvíaeldisfyrirtækið Arnarlax. 4. janúar 2024 12:07
Guðmundur myndi aldrei bera auglýsingu sem hann kallar „hneyksli“ Guðmundur Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta, segir samning milli Handboltasambands Íslands og Arnarlax vera hneyksli. Jafnframt segir hann formann HSÍ sýna dómgreindarskort með samningunum. 22. nóvember 2023 17:54