Þar byggði Ingólfur - 1150 ár frá upphafi landnáms í Reykjarvík - Árni Árnason skrifar 22. júní 2024 15:31 Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Grindavíkin mín Vilhjálmur Ragnar Kristjánsson skrifar Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Sú hefð hefur myndast að miða upphaf landnáms norrænna manna á Íslandi við árið 874. Í ár eru því liðin 1150 ár frá upphafi landnáms þeirra. Ingólfur var fyrsti landnámsmaðurinn. Heimildir um föðurnafn hans eru misvísandi og misgóðar en um það, hvar hann setti höfuðból sitt niður, hefur skapast sú hefð að það hafi verið í Vík, jörðinni við Aðalstræti. Síðar var nafnið Reykjavík yfirfært á þá jörð. Höfuðbólið var í Laugarnesi Í Íslendingabók og gerðum Landnámubókar er sagt frá því að höfuðbólið hafi verið við víkina Reykjarvík. Reykjarvík mun hafa náð frá Höfða, viðhafnarfundarstað Reykjavíkurborgar, og í Laugarnes eins og nánar er rakið í bókinni Ingólfur Arnarson: Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi. Í bókinni eru færð rök fyrir því að öndvegissúlur Ingólfs hafi rekið á land í krikanum þar sem Reykjarvík og Kirkjusandur enduðu í Laugarnesi og í Laugarnesi hafi höfuðból Ingólfs verið. Höfuðbólinu tilheyrðu eyjarnar Viðey og Engey og jarðirnar austur af Laugarnesi, með vissu Kleppur, Vatnsendi og Elliðavatn. Þessi niðurstaða er í andstöðu við þá viðteknu skoðun að höfuðbólið hafi verið við Aðalstræti. Hvað styrkir þá tilgátu að höfuðbólið hafi verið í Laugarnesi? Í Sturlungu er þess getið að Þorvaldur Gizurarson, goðorðsmaður í Hruna, faðir Gizurar jarls, hafi keypt Viðey á árinu 1224 í þeim tilgangi að stofna þar til klausturs. Máldagi klaustursins er sennilega frá árinu 1226. Hann er fróðleg lesning en athyglisvert er að þar er hvorki kaupverðsins né seljandans getið. Í umfjöllun um máldagann, í Íslenska fornbréfasafninu, virðist sem mest sé lagt upp úr því að hefja þátt Snorra Sturlusonar í stofnun klaustursins til virðingar. Niðjar Ingólfs Arnarsonar voru allsherjargoðar eins og fram kemur í Landnámu. Einn þeirra var Magnús góði Guðmundarson sem einnig var biskupsefni. Hafi Viðey verið hluti höfuðbólsins er líklegast að Magnús góði Guðmundarson hafi selt eða gefið Viðey til stofnunar klaustursins. Magnús bjó á Seltjarnarnesi, nesinu frá Elliðaám að Gróttu. Samkvæmt máldagaskrá frá árinu 1234 er getið gefenda og gjafa til staðarins í Viðey. Þar er sagt frá því að Magnús hafi gefið selför í Þormóðsdal, austan Hafravatns, og alla fjárbeit þar bæði vetur og sumar. Þar að auki hafi hann gefið hálft land jarðarinnar Elliðavatns, allt land Klepps og Vatnsenda og laxveiði í Elliðaám til helminga á móti Laugarnesingum. Ljóst er að laxveiðina getur hann ekki hafa gefið frá Laugarnesi nema að hann hafi átt jörðina Laugarnes og líklegast búið þar sjálfur. Þar með er höfuðból allsherjargoðanna, afkomenda Ingólfs, fundið. Að Magnúsi látnum féllu Laugarnes og Engey til erfingja hans. Fornleifarannsóknir og minningargarður í Laugarnesi Engar fornleifarannsóknir hafa farið fram í Laugarnesi, einungis skráning fornminja, ef frá er talin rannsókn á munnmælasögunni um Hallgerðarleiði sem Matthías Þórðarson, þjóðminjavörður, kom að á árinu 1921. Niðurstaða hans var sú að ekkert benti til þess að þarna væri mannsgröf. Líkur bentu helst til þess að þarna hafi verið forn rauðablástur. Engu að síður er munnmælasögunni haldið á lofti og því iðulega jafnvel haldið fram að þess sé getið í Njálu að Hallgerður „langbrók“ („snúinbrók“) Höskuldsdóttir sé grafin í Laugarnesi þótt það sé uppspuni. Þess er hvergi getið í Njálu. Á þessum tímamótum, 1150 árum frá landnámi Ingólfs, væri það verðugt að alþingi samþykkti að verja rausnarlega fé til fornleifarannsókna í Laugarnesi. Endanleg niðurstaða mætti svo í framhaldinu vera á vegum Reykjavíkurborgar, gerð minningargarðs í Laugarnesi um Ingólf, fyrsta norræna landnámsmanninn. Landfyllingin, sem nú er tengd Laugarnesi, gæti þar þjónað sem aðkoma og bílastæði gesta. Þannig mætti bjarga útsýni til Viðeyjar. Þessi hugmynd er ekki ný. Magnús Már Lárusson, fyrrverandi háskólarektor, orðaði hana vel árið 1971: „Má ekki nú þegar varðveita bæjarstæðið í Laugarnesi ásamt kirkjugarðinum, gera þar almenningsgarð byggðarinnar í Laugarnesi, - vin í gróðurleysi hinna manngjörðu steinkletta, er þar gnæfa nú við himin?“ Séð yfir Laugarnes Höfundur er rekstrarhagfræðingur og áhugamaður um sagnfræði.
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun