„Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli“ Ester Ósk Árnadóttir skrifar 21. júní 2024 21:21 Jóhann Kristinn er þjálfari Þórs/KA sem er nokkuð óvænt í toppbaráttunni sem stendur. Vilhelm/Vísi „Maður er náttúrulega rosalega ánægður með stigin þrjú og þrjú góð mörk,“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarson þjálfari Þór/KA eftir 3-1 sigur gegn Fylki á VÍS vellinum í dag. Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“ Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira
Þór/KA náði inn fyrsta markinu en eftir það virtist Fylkir ná ákveðni yfirhönd á vellinum, pressuðu Þór/KA hátt og komust oft í góðar stöður. „Ég held að baslið hafi að mestu verið við sjálfar, við vorum aðeins of mikið að flýta okkur og ætluðum kannski að gera of mikið í einu. Veit ekki hvort við ætluðum að klára þetta af í hvelli eða hvað það var, við hefðum mátt vanda okkur betur. Við vorum að mörgu leiti ekki rosa líkar sjálfum okkur í þessum leik en svo var bara karakter og gæði sem komu í gegn og það var gott.“ Tvöföld skipting varð í hálfleik hjá Þór/KA þegar Hulda Ósk Jónsdóttir og Bríet Jóhannsdóttir komu inn á völlinn og áttu þær báðar mjög góðan leik. „Það er náttúrulega rosalega ógn af Huldu Ósk, ég held að eitt það leiðinlegasta sem fótboltafólk gerir er að spila á móti henni. Það opnar fyrir aðra hjá okkur og breytir oft ákveðnum hlutum í leiknum þegar hún er inn á. Við náðum að hvíla hana aðeins enda strangt leikjaprógram í gangi þessa dagana. Hún og Bríet komu mjög öflugar inn og leystu af í raun leikmenn sem höfðu staðið sig mjög vel. Við þurfum að hugsa um törnina sem framundan er og við vorum búin að ákveða þessar breytingar fyrirfram.“ Þór/KA var sterkari aðilinn í seinni hálfleik en áttu í erfiðleikum með að skora en náðu að brjóta ísinn á 71. mínútu og virtist það létta á liðinu. „Það var mjög gott að sjá boltann inni og þá fórum við líka að gera hlutina einfalt. Boltinn rann aðeins betur og við hættum að óttast aðstæður og þá gekk þetta mjög vel, kannski fyrir minn smekk vorum við full lengi að fara að gera þetta en þær finna alltaf leiðir þessar stelpur. Þær eru alveg magnaðar og maður á ekki að hafa þessar áhyggjur eins maður þóttist hafa á tímabili undir lok fyrri hálfleiks.“ Framundan er leikur gegn Val á þriðjudaginn í næstu viku, 25. júní og um toppslag að ræða. „Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan eftir fyrsta leikinn gegn þeim í fyrstu umferð. Það er gott tækifæri að fá að mæta þeim aftur og þá á okkar heimavelli. Nú er bara að njóta þess sem við gerðum hér í dag, í kvöld og á morgun. Síðan er það bara undirbúningur og að láta sig hlakka til Valsleiksins.“
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af ölum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sjá meira