Blóðgjöf - Taktu þátt Aðalsteinn Sigfússon skrifar 20. júní 2024 16:00 Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðgjöf Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Fullyrða má að minnsti banki landsins sé jafnframt sá mikilvægasti fyrir alla íbúa. Hér er átt við Blóðbankann, banka sem allir Íslendingar reiða sig á, eða ættu í það minnsta að gera það. Bankinn er á sjötugasta og fyrsta ári, traustur og ábyggilegur og stendur að baki blóðgjafastarfsemi í landinu. Má segja að innlán og útlán vegist á þar sem starfsemi bankans byggist á að innlán séu hærri en útlán, þ.e. að blóðhlutar (rauð blóðkorn, blóðflögur, blóðvökvi, hvít blóðkorn) séu ávallt til staðar þegar heilbrigðisstofnanir þurfa á að halda. Framboð þarf því að haldast í hendur við eftirspurn. Hlutverk Blóðbankans er því gríðarstórt. Um það bil 80% af blóðhlutum eru nýttir á Landspítalanum og í u.þ.b.30% tilvika vegna meðferðar við krabbameini og ýmsum blóðsjúkdómum. Að auki eru blóðhlutar t.d. notaðir við fæðingar, liðskiptaaðgerðir, vegna slysa og við ýmsar stærri aðgerðir. Hér má einnig nefna notkun blóðhluta á Sjúkrahúsi Akureyrar og öðrum heilbrigðisstofnunum. Myndi heilbrigðiskerfið virka án aðgengis að blóðhlutum? Nei, því fer fjarri því fullyrða má að aðgengi að þessum lífsnauðsynlega vökva sé ein af forsendum þess. Þá komum við að megin atriði þessarar greinar; blóðgjöfum, hverjir eru þessir aðilar sem Blóðbankinn byggir á? Jú, það eru sjálfboðaliðar, u.þ.b. sex þúsund talsins, sem gefa að meðaltali tvisvar á ári. Þeir eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til þeirra sem þurfa á blóðhlutum að halda. Þeir eru einnig meðvitaðir um að á milli 2.500 til 3.000 einstaklingar þurfa á blóðhlutum að halda á hverju ári og líkurnar á því að einstaklingur þurfi á blóðhlutum að halda einhvern tíma á ævinni eru 20 til 30%. Þetta eru líka einstaklingar sem hafa kynnst því með einum eða öðrum hætti hvernig blóðgjafir hafa bjargað lífi eða stuðlað að bættri heilsu. En aðallega eru þetta einstaklingar sem finna innra með sér hversu gott er að leggja sitt af mörkum til samlanda sinna. Þeir hafa gert gjafir sínar að hefð, eins konar samfélagslegri aðstoð sem byggist á samkennd, hjálpsemi og skilningi. En að því sögðu verður samt ekki undan því vikist að hvetja samlandann, alla sem eiga þess nokkurn kost, að gerast blóðgjafar. Sex þúsund blóðgjafar eru ekki nægur fjöldi til að tryggja nægt framboð til nánustu framtíðar. Mikil fjölgun íbúa, hækkun meðalaldurs og fjölgun ferðamanna með meiru kallar á þig lesandi góður að gerast blóðgjafi. Það er góð tilfinning að geta lagt öðrum lið, að vera þátttakandi í að gera samfélagið okkar betra og síðast en ekki síst að sýna ábyrgð. Og þessari grein verður ekki lokið án þess að dást að og þakka frábæru starfsfólki Blóðbankans og Blóðbankabílsins sem bíða eftir þér með glaðværð, umhyggju og virðingu. Kæri lesandi, þín er þörf, taktu þátt, sýndu ábyrgð. Allir eru velkomnir í banka allra landsmanna. Höfundur er fulltrúi í stjórn Blóðgjafafélagsins.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar