Kóngurinn er sá sem keypti Fender Telecaster-frímerkið Jakob Bjarnar skrifar 20. júní 2024 13:20 Bubbi Morthens er rokkjeppann í höndunum. Næsta skref er að flauta til fyrstu æfingarinnar, ný rokksveit með honum og Bjössa í Mínus er í burðarliðnum. Arnar Þór Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sjálfur kóngurinn, festi kaup á Fender Telecaster-gítar sem er einstakur að því leyti til að hann er handsmíðaður og þakinn íslenskum frímerkjum. „Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“ Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira
„Telecasterinn er geggjaður. Það þarf ekki mikið til að gleðja mann, einn rokkjeppi og maður er glaður,“ segir Bubbi í samtali við Vísi. Bubbi var að fletta Vísi, eins og hann gerir flesta daga og var að hugsa með sér að hann þyrfti nú að fara að spila heiðarlegt rokk. Þær fyrirætlanir eru reyndar komnar á koppinn, langleiðina, þegar þessi frétt poppaði upp: Þarna segir af því að Hljóðfærahúsið pantaði sérsmíðaðan Fender Telecaster, en Andy Mooney, forstjóri fyrirtækisins, hefur sérsmíðað gítara sem eru helgaðir einstökum löndum, hver um sig. Og það gerir hann með því að þekja hljóðfærin frímerkjum þaðan. En Mooney er einnig mikilvirkur frímerkjasafnari. Kominn með alvöru rokkjeppa í hendurnar „Já, ég sá þennan gítar. Þarna var hann kominn. Djöfull er hann flottur. Tryllt hljóðfæri. Ég get svarið þér það,“ segir Bubbi. Bubbi segist hafa átt þrjá safngripi, Martin-gítara. Einn er smíðaður eftir hans höfði frá a til ö og sérmerktur honum. Hann er dýr, andvirði bíls. „Já, ef það er smábíll.“ Og annan Martin-gítar á Bubbi sem er merktur honum. „Og svo á ég enn einn costom-martin sem ég kalla Gissur Pál. Þetta er lítill gítar en svakalega hljómmikill.“ Og svo hefur Bubbi verið á leiðinni með að fá sér rokkgítar. Bubbi ánægður með nýja gítarinn sinn. Nú skal spilað rokk.arnar þór „Og rokkgítarinn, rokkhundurinn og jeppinn er Telecaster. Margir hafa spilað á Telecasterinn af miklu listfengi og snilld. Og þar er Bruce [Springsteen] kannski þeirra fremstur, að mínu mati.“ Ætlar að stofna rokksveit með Bjössa í Mínus Bubbi segist hafa hringt beint í Hljóðfærahúsið, um leið og hann sá fréttina og bað þá þar um að taka gítarinn frá fyrir sig. „Þeir spurðu undrandi hvernig ég vissi af honum og ég sagði náttúrlega: Vísir. Og ég bara keypti hann.“ Bubbi segir að ekki skemmt fyrir að gítarinn sé þakinn frímerkjum æsku hans. Næsta skref er að stofna rokkhljómsveit með Bjössa í Mínus. „Við erum búnir að tala saman. Það er í kortunum að stofna rokkhljómsveit eftir okkar höfði; alvöru rokkhundahljómsveit þar sem við spilum heiðarlegt rokk.“
Tónlist Mest lesið Michael Madsen er látinn Lífið Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Lífið Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Lífið Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Lífið Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Lykla-Pétur fauk á haf út Lífið Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Lífið Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Lífið Fleiri fréttir Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Einar fékk meira hár en Baldur „Öruggt athvarf fyrir hinsegin samfélagið“ Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí „Aldrei grátið jafn mikið af gleði“ „Það eru smá blendnar tilfinningar að vera farin“ Travolta klæddi sig óvænt upp sem Danny Zuko Elliot Page frumsýndi nýju kærustuna á Skólavörðustígnum Skordýrabrúðkaup í Laugardalslaug Krakkatían: Leikhópurinn Lotta, fótboltamót og sumarsólstöður Sjá meira