Heimaleikurinn vann til verðlauna í Ástralíu Boði Logason skrifar 20. júní 2024 09:38 Viðar Gylfason, Freydís Bjarnadótir, Kári Viðarsson og Logi Sigursveinsson voru viðstödd sýningu myndarinnar í Ástralíu. Aðsend Íslenska heimildarmyndin Heimaleikurinn vann í nótt áhorfendaverðlaun Sydney Film Festival í Ástralíu. Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Í tilkynningu frá aðstandendum myndarinnar segir að hátíðin sé ein elsta kvikmyndahátíð heims og í ár hafi yfir tvö hundruð myndir verið sýndar, margar hverjar sem hafa verið að vinna stærstu verðlaun evrópskra kvikmyndahátíða síðasta árs. Heimaleikurinn hefur farið á fjölmargar hátíðir síðastliðið árið og unnið til fjölda verðlauna. Smári Gunnarsson, annar leikstjóra myndarinnar, segir að þeir hafi aldrei búist við að bíómynd um lítið samfélag á Íslandi myndi snerta jafnmikið við alþjóðlegum áhorfendum eins og raun ber vitni. „Það gerist eitthvað einstakt þegar fólk horfir saman á þessa mynd í bíó. Hún byggir upp að einum fótboltaleik, sem í stóra samhenginu virðist ekki mikilvægur, en fyrir söguhetjurnar skiptir hann öllu máli,“ segir hann. „Áhorfendur á alþjóðlegum hátíðum, sem í mörgum tilvikum hafa engan áhuga á fótbolta, haga sér eins og fótbolta áhangendur; hrópa og kalla á skjáinn eins þau séu að horfa á úrslitaleik HM í beinni útsendingu og hlæja svo og gráta yfir útkomunni,“ segir Smári. Hópur frá Heimaleiknum ferðaðist til Ástralíu til að vera viðstödd sýningar myndarinnar og ganga rauða dregilinn og fengu fregnirnar af sigrinum í Tókýó á leiðinni heim. Leikstjórar myndarinnar eru þeir Smári Gunnarsson og Logi Sigursveinsson. Framleiðendur eru þau Stephanie Thorpe, Heather Millard, Freyja Kristinsdóttir og Elfar Aðalsteins. Horfa má á Heimaleikinn á Stöð 2+ efnisveitunni.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Íslendingar erlendis Mest lesið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Lífið D'Angelo er látinn Lífið Fleiri fréttir Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira