Dregið var fyrr í dag, en fyrir dráttinn var ljóst hvaða fjórum liðum Víkingur hefði getað mætt. Íslandsmeistararnir hefðu einnig getað lent á móti Bodö/Glimt frá Noregi, Malmö frá Svíþjóð eða Midtjylland frá Danmörku.
Nú er þó orðið ljóst að liðið þarf að ferðast örlítið lengra en til Skandinavíu því tékkneska liðið Sparta Prag verður mótherji Víkinga.
Fyrst þarf Víkingur þó að fara í gegnum írska liðið Shamrock Rovers, en leikir liðanna fara fram 9. eða 10. júlí og 16. eða 17. júlí. Fari Víkingar áfram spilar liðið fyrri leikinn gegn Sparta Prag á heimavelli 23. eða 24. júlí og seinni leikinn á útivelli 30. eða 31. júlí.
Takist Víkingum að leggja Shamrock Rovers er liðið öruggt með sæti í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar, en fari það svo að Víkingar tapi einvíginu færist liðið niður í forkeppni Sambandsdeildarinnar.