Sex vatnsaflsvirkjanir á leið í nýtingarflokk Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2024 23:40 Skýringarmyndin sýnir lón ofan Hamarsdals sem myndi fylgja 60 megavatta Hamarsvirkjun. Verkefnisstjórn rammaáætlunar leggst gegn þessum virkjunarkosti og vill setja svæðið í verndarflokk. Orkustofnun Sex nýjar vatnsaflsvirkjanir eru á grænu ljósi og á leiðinni í nýtingarflokk, samkvæmt tillögum verkefnisstjórnar rammaáætlunar. Hún leggur hins vegar til að þrjár virkjanir verði ekki leyfðar og fari í verndarflokk. Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var brugðið upp kortum sem sýna hvar þessar virkjanir eru fyrirhugaðar. Alþingi er þegar búið að samþykkja fjórar vatnsaflvirkjanir inn í nýtingarflokk í rammaáætlun. Ekki hefur orðið vart deilna um tvær þeirra; Austurgilsvirkjun í Skjaldfannardal í Djúpi og virkjun í veituleið Blönduvirkjunar. Þeim mun meiri átök hafa verið um Hvammsvirkjun í Þjórsá og Hvalárvirkjun á Ströndum. Þessar fjórar vatnsaflsvirkjanir er Alþingi þegar búið að samþykkja inn í nýtingarflokk.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Það vill svo til að þessa dagana er eitt ár liðið frá því virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt út gildi. Núna er Landsvirkjun byrjuð að bjóða út undirbúningsframkvæmdir í trausti þess að öll leyfi verði fengin í haust. Hvalárvirkjun virðist einnig komin á hreyfingu en í síðustu viku var greint frá því að HS Orka og Landsnet hefðu undirritað samning um tengingu Hvalárvirkjunar við orkuflutningskerfið sem miðar við að framkvæmdir geti hafiist eftir tvö ár. Þessa tillögu lagði verkefnisstjórn rammaáætlunar inn á borð umhverfis- og orkumálaráðherra að lokinni kynningu í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Stórt skref vaf stigið fyrir tveimur mánuðum þegar verkefnisstjórn rammaáætlunar skilaði inn tillögu til ráðherra umhverfis- og orkumála um flokkun fimm vatnsaflvirkjana. Hún gefur grænt ljós á að þrjár þeirra fari í nýtingarflokk; Urriðafossvirkjun, Holtavirkjun og Skrokkölduvirkjun, allt stórvirkjanir, en vill setja tvær þeirra í verndarflokk; Héraðsvötn og Kjalölduveitu. Nýjasta tillaga verkefnisstjórnar um flokkun vatnsaflsvirkjana er núna í samráðsgátt stjórnvalda.Grafík/Hjalti Freyr Ragnarsson Og núna er verkefnisstjórnin búin að kynna í samráðsgátt stjórnvalda tillögu að flokkun fjögurra vatnsaflsvirkjana til viðbótar. Hún leggur til að þrjár virkjanir á Vestfjörðum fari allar í nýtingarflokk; Tröllárvirkjun, Hvanneyrardalsvirkjun og Skúfnavatnavirkjun. Hún vill hins vegar að Hamarsvirkjun á Suðausturlandi, upp á 60 megavött, verði ekki leyfð og fari í verndarflokk. Frestur til að gera athugasemdir rennur út 21. júní, eftir þrjá daga. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Vatnsaflsvirkjanir Landsvirkjun Umhverfismál Loftslagsmál Tengdar fréttir Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12 Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Stefnt á að virkjun Hvalár geti hafist eftir tvö ár Hin umdeilda Hvalárvirkjun á Ströndum er aftur komin á fullt í undirbúningi. Samningur sem Vesturverk, dótturfélag HS Orku, og Landsnet gerðu á dögunum miðar við að virkjunarframkvæmdir geti hafist eftir tvö ár. 12. júní 2024 21:12
Landsvirkjun vonast til að hefja smíði tveggja virkjana á árinu Hagnaður af grunnrekstri Landsvirkjunar á síðasta ári nam 52 milljörðum króna og reyndist þetta besta rekstrarár fyrirtækisins frá stofnun þess árið 1965. Stjórn Landsvirkjunar leggur til að 20 milljarða króna arður verði greiddur til ríkisins. 29. febrúar 2024 22:33