Neyðarkall!!! Fleiri hjúkrunarrými strax! Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar 18. júní 2024 11:00 Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjúkrunarheimili Flokkur fólksins Heilbrigðismál Mest lesið Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Skoðun Er íslenskt samfélag barnvænt? Salvör Nordal skrifar Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar Skoðun Fálmandi í myrkrinu? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Göngudeild gigtar - með þér í liði! Pétur Jónsson skrifar Skoðun Börn og steinefnadrykkir: Yfirlýsing frá næringarfræðingum Hópur næringarfræðinga skrifar Skoðun Fámenn sveitarfélög eru öflug og vel rekin sveitarfélög Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Margar íslenskur Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorun varðandi öldrunarþjónustu vegna hækkandi meðalaldurs þjóðarinnar. Hundruðir aldraðra bíða eftir hjúkrunarrýmum og tugir þeirra dvelja á bráðadeildum sjúkrahúsa í bið eftir plássi. Þetta ástand skapar óþarfa þjáningar fyrir aldraða og fjölskyldur þeirra, auk þess sem ástandið skapar aukið álag á heilbrigðiskerfið. Stjórnvöld verða að bregðast við vandanum af festu. Úttektir heilbrigðisráðuneytisins sýna skýrt fram á þörfina fyrir fleiri hjúkrunarrými, en hingað til hefur skort raunverulegan pólitískan vilja til að mæta skortinum. Loforð um eflingu heimahjúkrunar hafa ekki gengið eftir og ein og sér mun heimahjúkrun aldrei geta leyst vandann, sérstaklega þar sem fjöldi mjög aldraðra einstaklinga mun stóraukast á komandi árum. Lausnin felst í markvissu átaki til uppbyggingar hjúkrunarrýma. Til lengri tíma litið er fjárfesting í öldrunarþjónustu ekki aðeins siðferðileg nauðsyn heldur einnig skynsamleg hagfræðilega séð, þar sem hún dregur úr kostnaði og álagi á aðra þætti heilbrigðiskerfisins. Aðgerðaleysi mun á hinn bóginn leiða til sívaxandi vandamála. Núverandi áform um flutning aldraðra langt frá heimahögum og aðstandendum, sýna hversu alvarlegur skorturinn á hjúkrunarrýmum er orðinn. Slíkar neyðarráðstafanir ættu ekki að líðast í velferðarsamfélagi. Ríkisstjórnin hefur haft tæp 7 ár til að grípa til aðgerða í málaflokknum en þrátt fyrir það hefur lítið sem ekkert verið byggt af nýjum hjúkrunarheimilum á hennar vakt. Við verðum að forgangsraða málefnum aldraðra og tryggja öllum öldruðum einstaklingum aðgang að þeirri umönnun sem þeir þurfa. Tíminn til að bregðast við er núna. því fyrr sem við hefjumst handa, því betra. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Skoðun Ákall til forsætisráðherra - konur í skugga heilbrigðiskerfisins Auður Gestsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðar af almannafé í rekstur Fjölskyldu- og húsdýragarðsins Friðjón R. Friðjónsson skrifar