Annað ljótt brot á Caitlin Clark orðið að fjölmiðlafári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 17:01 Angel Reese lét Caitlin Clark finna vel fyrir sér og brotið hefur fengið mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Getty/Emilee Chinn Einvígi tveggja körfuboltakvenna á fyrsta ári í WNBA heldur áfram að búa til fyrirsagnir í bandarískum fjölmiðlum. Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024 WNBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira
Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024
WNBA Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Sjá meira