Annað ljótt brot á Caitlin Clark orðið að fjölmiðlafári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2024 17:01 Angel Reese lét Caitlin Clark finna vel fyrir sér og brotið hefur fengið mikla umfjöllun í bandarískum fjölmiðlum. Getty/Emilee Chinn Einvígi tveggja körfuboltakvenna á fyrsta ári í WNBA heldur áfram að búa til fyrirsagnir í bandarískum fjölmiðlum. Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024 WNBA Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira
Caitlin Clark og Angel Reese mættust öðru sinni í WNBA deildinni í körfubolta í gær en þær spila með liðum Indiana Fever og Chicago Sky. Það vantar ekki umfjöllunina um leikinn hinum megin við Atlantshafið. Clark og félagar í Indiana Fever fögnuðu sigri eins og síðast, nú 91-83, en mesta athygli hefur vakið gróft brot Reese á Clark sem og það að Reese kvartaði mikið yfir sérmeðferð frá dómurunum eftir leik. Angel Reese is Bill Laimbeer and Caitlin Clark is Larry Bird. That’s all you need to know. It’s not that complicated. pic.twitter.com/NDNMYnIPvh— Super 70s Sports (@Super70sSports) June 16, 2024 Reese sló þá í höfuð Clark þegar hún var á leiðinni í sniðskot og fékk á sig fyrir það óíþróttamannslega villu. „Ég stjórna ekki dómurunum. Þeir höfðu mikil áhrif á leikinn í kvöld. Ég er alltaf að reyna við boltann. Þið eigið samt eftir að sýna þetta tuttugu sinnum í kvöld,“ sagði Reese. Það var líka rétt hjá henni. Myndband af brotinu hefur verið sýnt margoft á sjónvarpsstöðvunum, meira segja á CNN. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) „Mér fannst við fara mörgum sinnum af krafti á körfuna en við fengum ekki marga dóma með okkur. Ég hef séð nokkur af þessum atvikum aftur og þeir voru að missa af dómum. Það er eins og sumir fá sérstaka meðferð frá dómurunum,“ sagði Reese og var án efa að vísa til Clark. Clark talaði þó máli Reese eftir leik og sagði að hún hefði bara verið að reyna við boltann. „Þetta er bara hluti af körfuboltanum. Það er bara þannig. Hún var að reyna að verja skotið og svona gerist,“ sagði Clark. Í fyrri leik liðanna var mikið gert úr því þegar Chennedy Carter braut illa á Clark þegar boltinn var ekki í leik sem og að Reese fagnaði því broti á hliðarlínunni. Clark átti mjög flottan leik en hún skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar, tók 8 fráköst og varði 2 skot. Enginn nýliði hafði áður náð því í einum leik í WNBA. Reese var síðan með 11 stig, 13 fráköst og stoðsendingar. Þessir tveir nýliðar í WNBA deildinni halda áfram að búa til fyrirsagnir og það góða við allt þetta er að þær mætast aftur á sunnudaginn kemur og sá leikur mun eflaust vekja gríðarlega athygli í Bandaríkjunum. Caitlin Clark and Angel Reese both agreed Reese's flagrant 1 was nothing more than a basketball play 🤝 pic.twitter.com/JcZztBN969— Bleacher Report (@BleacherReport) June 16, 2024
WNBA Mest lesið Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Þór Þ.-Keflavík 78-98 | Keflvíkingar vöknuðu í seinni Shabazz látinn fara frá Grindavík Stjarnan - Tindastóll | Stórleikur liðanna sem slógust um titilinn „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Uppgjör og viðtöl: ÍA - KR 98-120 | Fjórði sigur KR-inga í röð Uppgjör og viðtöl: Grindavík - Valur 78-67 | Áfram fullkomnir á heimavelli Uppgjör og viðtal: Ármann - ÍR 74-109 | Fóru létt með kanalausa Ármenninga Valur og KR styrkja sig rétt fyrir lok gluggans Uppgjörið: Valur - Haukar 90-97 | Fimm í röð hjá Haukum Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Doncic skoraði 46 stig en þjálfarinn segir hann reyna á þolinmæðina Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 98-81 | Keflvíkingar skelltu Stólunum „Miklu skemmtilegra að spila körfubolta þegar fólkið er í húsinu“ Martin fagnaði eftir framlengingu Rose hengdur upp í rjáfur í Chicago Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Sævar um Keflavík: Eins og allir vilji ekki fá brunasár eða marbletti Tryggvi og félagar sluppu með skrekkinn á móti botnliðinu NBA-leik frestað vegna óeirða í Minneapolis Elvar og félagar köstuðu frá sér sigrinum Njarðvík nær í nýjan miðherja eftir meiðslin Körfuboltakvöld: Betra að temja villtan leikmann en að vera með einhverja rolu Uppgjörið KR - Grindavík 93-71 | KR annað liðið til þess að vinna Grindavík Uppgjör: Tindstóll-Njarðvík 113-92 | Stólarnir léku sér að Njarðvíkingum „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Sjá meira