„Það er erfitt að koma hingað og sækja stig“ Hinrik Wöhler skrifar 15. júní 2024 16:46 Guðni Eiríksson á hliðarlínunni fyrr í sumar. vísir/anton brink Breukelen Woodard skoraði eina mark leiksins á 29. mínútu þegar FH marði Keflavík á Kaplakrikavelli í Bestu deild kvenna í dag. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var ánægður með spilamennsku liðsins framan af leik þó að færanýtingin hefði mátt verið betri. „Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
„Mér fannst fyrri hálfleikur nokkuð góður hjá okkur. Við hefðum getað gert út um leikinn þá þar sem við fengum góðar stöður en nýttum færin ekki vel. Gerðum vel í föstum leikatriðum og skoruðum mark sem reyndist sigurmarkið,“ sagði Guðni skömmu eftir leik. „Í seinni hálfleik fór leikurinn úr því að vera með eitthvað upplegg í það að ‚grinda' sigur sem var raunin, sem betur fer.“ Guðni segir að uppleggið hafi gengið upp að vissu leyti og var sáttur með frammistöðu liðsins. Hann þakkar meðal annars markverði sínum, Aldísi Guðlaugsdóttur, fyrir stigin þrjú á heimavelli í dag. „Mér fannst í raun og veru stöðurnar sem við vorum að koma okkur í ágætar. Við vissum að þær myndu sækja upp á hægri væng þeirra þar sem þær eru hættulegar og með góða leikmenn og þær gerðu það. Þær komust full oft í gegnum okkur þar en sköpuðum sér nokkur álitleg færi og þá munaði um minna að hafa Aldísi í markinu sem gerði þetta virkilega vel. Hún á stóran þátt í því að við fengum ekki á okkur mark og það er jákvætt. Það eru tveir deildarleikir að baki og við höfum ekki fengið á okkur mark í þeim, það er gott,“ sagði Guðni en FH vann sannfærandi sigur á Fylki í umferðinni á undan. Keflavík gerði tilkall til þess að fá vítaspyrnu tvisvar sinnum í leiknum en Atli Haukur Arnarsson, dómari leiksins, var ekki á sama máli. Guðni var sammála dómara leiksins þegar hann var spurður út í atvikin. „Hvorugt þessara atvika áttu að vera vítaspyrna, að mínu mati. Ég er ansi langt frá þessu og það má vel vera að sjónvarpsupptaka sýni eitthvað allt annað en ég held ekki.“ Styrkja stöðu sína í deildinni Með sigrinum ná FH-ingar að slíta sig frá miðjupakkanum og eru tveimur stigum eftir Þór/KA í þriðja sæti en Akureyringar eiga þó leik til góða. „Við styrkjum stöðu okkar í fjórða sæti deildarinnar með þessum sigri og náum að skilja okkur aðeins frá liðunum fyrir neðan okkur eða liðunum sem eru í tíunda til sjöunda sæti. Það er jákvætt og við erum brött,“ sagði Guðni. FH hefur sótt sjö stig í síðustu þremur leikjum og eru með 13 stig í fjórða sæti deildarinnar. Guðni segist vera mjög ánægður með gengi liðsins að undanförnu. „Stigasöfnunin er góð á heimavelli og þetta er mjög sterkur heimavöllur. Það er erfitt að koma hingað og sækja stig og við viljum halda því áfram. Þetta er algjörlega vígi okkar og hér sækjum við stigin sem eru í boði,“ bætti Guðni við að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna FH Tengdar fréttir Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Leik lokið: FH varði forskotið og tók öll stigin Keflavík heimsótti FH í Hafnarfjörð í dag. Gestirnir voru á beinu brautinni eftir með tvo sigurleiki í röð eftir fimm tapleiki í beit í upphafi tímabils. 15. júní 2024 16:15