Úr buffi í klút Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar 14. júní 2024 13:01 Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Guðni Th. Jóhannesson Mest lesið Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Á Íslandi hefur lengi verið við lýði að þjóðhöfðingjar landsins komi hversdagslegar fyrir en á mörgum öðrum stöðum í heiminum. Það er til dæmis sjaldgæft að lífverðir fylgi forseta hvert fótmál eða að hann keyri lítið sem ekkert sjálfur, eins og sjá má í Bandaríkjunum. Þetta og fleira hefur veitt Íslandi sérstöðu meðal vestrænna ríkja, eflt mjúkt vald okkar og er ein af ótal mörgu ástæðum þess að fólk lítur jákvæðum augum til landsins. Mannlegur forseti Fráfarandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, er gott dæmi um forseta sem alla tíð hefur sýnt sitt mannlega eðli og til dæmis ekki hikað við að skutla börnum sínum í skólann á reiðhjóli. Eða sinnt opinberum erindum með buff á höfðinu. Það mætti segja að buffið hafi fljótlega orðið hans auðkenni, sem og að klæðast óhikað ósamstæðum sokkum. Fólk fór að þekkja Guðna sem mannlega og viðkunnalega forsetann sem var ekki hafinn yfir buffið. Margir tóku hann sér til fyrirmyndar og þetta sameinaði fólki í umræðu. Það mætti kannski segja að buffið hafi verið ákveðið sameiningartákn og það sama má segja með ananasinn á pítsurnar. Guðni hefur sinnt forsetatíð sinni með sama hætti og hún byrjaði og sýnt í verki að það er gott að vera ósvikinn, líka þegar maður er forseti Íslands. Það er áhugavert að skoða hvort að buffið hafi verið tilviljun sem heppnaðist svona vel, eða snilldar markaðshugmynd. Hvort sem er var þetta vel heppnað og veitti ákveðin hughrif. Það hefur lengi verið þekkt að einstaklingar hafi auðkennt sig með einum eða öðrum hætti og nýtt staðfærslu, til dæmis með því að vera alltaf með hatt eða blóm í hnappagatinu. Nú eða keðjur, sólgleraugu og skrauttennur eins og Herra Hnetusmjör. Mismunandi einkenni eins og buffið og ósamstæðu sokkarnir mynduðu sterka skynheild um Guðna sem mann fólksins. Er einhver munur á buffi og klút? Verðandi forseti, Halla Tómasdóttir, virðist hafa rambað á svipaða tilviljun þegar hún varð veik fyrir fyrstu kappræðurnar og ákvað að binda klút um hálsinn. Þetta stigmagnaðist upp í að nú eru klútar komnir aftur í tísku, verslanir farnar að selja klúta í magni og svokölluð „klútabylting“ hafin hjá þjóðinni. Halla hefur farsællega kynnt sig til sögunnar og skapað ákveðin hughrif með klútnum, ásamt því að hafa mótað sér sterkt einkenni. Þarna var um tilviljun að ræða, en engu að síður er þetta dæmi um vel heppnaða nýtingu tækifæris sem skapar ákveðin hughrif og einkenni sem styðja við heildarhugmynd (e. concept) um Höllu. Hún á það einnig sameiginlegt með Guðna að vera sérlega viðkunnaleg, mannleg og mun eflaust verða þjóðinni góður forseti. Það má hugleiða hvort slík tilfelli séu í raun tilviljun. Það verður þó ekki horft fram hjá því að um vel heppnaða nýtingu á tækifæri er að ræða og svo hægt sé að nýta tækifæri þarf að byggja á einhverri stefnu. Klúturinn hefur veitt Höllu ákveðna sérstöðu í huga fólks, kynnt hana til leiks og gefið fólki sameiginlegan umræðugrundvöll. Hann er jafnvel líka orðinn að sameiningartákni. Í báðum tilfellum er um að ræða tiltölulega lítinn efnisbút sem vekur athygli, eykur tengingu og hefur verið jákvæð kynning fyrir forsetana tvo. Það er nefnilega merkilega lítill munur á buffi og klút. Höfundur er ráðgjafi í almannatengslum hjá Cohn & Wolfe á Íslandi
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun