Til hamingju með daginn! Árni Guðmundsson skrifar 16. júní 2024 08:01 Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Netsala á áfengi Áfengi og tóbak Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag 16. júní 2024 eru nákvæmlega fjögur ár síðan ÁTVR kærði ólöglega netsölu til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Netsölu sem er ólögleg því hún selur áfengi í smásölu af lager á Íslandi til neytenda. Lögreglan hefur ekki klárað þetta samfélagslega mikilvæga mál á fjórum árum. Til hamingju með daginn! Þessi staða er auðvitað með ólíkindum. Engar skýringar hafa verið gefnar. Þann 20. nóvember 2023 skrifaði ég opinbert bréf, ákall, sem birtist á visir.is, til Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, þar sem ólöglegri netsölu var lýst og óskað svara við því af hverju lögreglan hefði ekki brugðist við kærumálinu. Þar sagði m.a. „Við sem þetta land byggjum verðum að geta treyst því lögreglan sinni sínu hlutverki. Við almenningur verðum að geta treyst því að lögreglan og ákæruvaldið sýni frumkvæði í máli eins og þessu sem varðar fyrst og fremst velferð almennings. Sá sem þetta ritar trúir því ekki að viðhorf dómsmálaráðherra, fyrr og nú, hafi þessi stórkostlega lamandi áhrif á embættið. Þó svo að síðustu dómsmálaráðherrar hafi viljað breyta lögunum þá er ekki slíku að skipta. Salan er ólögleg. Óskhyggja dómsmálaráðherra breytir ekki þeirri staðreynd.“ Ekkert svar hefur borist frá Höllu. Ákall á lögreglu og ríkissaksóknara Fyrir utan ákallið til lögreglu höfuðborgarsvæðisins, þá hef ég einnig sent ákall til ríkissaksóknara dagsett 10. mars 2024. Í því er fjallað um þá alvarlegu og óboðlegu stöðu sem upp er komin þar sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem er eftirlitsaðili í málinu, hefur ekki klárað málið í á fjórða ár. Á meðan spretta æ fleiri slíkar vefsölur upp og telja að allt sé í lagi. Hagkaup ætlar að ryðjast næst inn á völlinn og það nú í júní. Í bréfinu segir „Að mínu mati þarf ríkissaksóknari að taka þetta mál fyrir. Það getur ekki talist í lagi að lögreglan klári ekki kæru frá ríkisstofnun í upp undir fjögur ár. Eðlilegast hefði verið að stoppa þessi ólöglegu fyrirtæki strax og kært var. Hér með er því formlega erindi komið á framfæri að ríkissaksóknari kanni ofangreint mál. Svar óskast.“ Ekkert hefur heyrst frá ríkissaksóknara. Bréf breiðfylkingar forvarnarsamtaka Þá hefur breiðfylking forvarnarsamtaka, sem ég tilheyri, sent bæði dómsmálaráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra samhljóma bréf 27. mars sl. þar sem þeir voru krafðir skriflegra skýringa á athafnaleysi ráðherra á málefnasviði sínu. Í bréfinu sagði m.a. “Samkvæmt lögum um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011 bera ráðherrar ábyrgð á málefnasviðum sínum. Ráðherrar bera athafnaskyldu gagnvart því að farið sé að lögum á málefnasviðum sem undir þá heyra. Þeim ber með öðrum orðum lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Málið er mikilvægt fyrir hagsmuni alls almennings að okkar mati. Við bendum því einnig á lög um ráðherraábyrgð nr. 4/1963. Þar segir að krefja megi ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.” Réttmætt og góð viðbrögð glæsnýs fjármála- og efnahagsráðherra Nú hefur glænýr fjármála- og efnahagsráðherra loks brugðist við, m.a. sökum öflugs bréfs heilbrigðisráðherra um lýðheilsuþátt einkasölu ríkisins á áfengi, og bent lögreglu höfuðborgarsvæðisins á stöðuna bréflega. Viðbrögð hans eru algerlega eðlileg, réttmæt og góð. Í 4.mgr. 4. gr. áfengislaga segir „Lögregla, tollgæsla og skattyfirvöld annast eftirlit með þeim sem hafa leyfi til atvinnustarfsemi samkvæmt lögum þessum“. Lögregla er eftirlitsstjórnvald með leyfishöfum. Það er eðlilegt að ráðuneytið, sem fer með yfirstjórn ÁTVR, beini erindi til lögreglu sem eftirlitsstjórnvalds. Eftirlitshlutverkið gæti leitt til áminningar eða afturköllunar leyfis ef slíkt er fyrir hendi. Fjármála- og efnahagsráðherra segir í fréttum að hann telji það athafnaleysi af sinni hálfu að aðhafast ekkert í málefnum netverslana með áfengi. Rétt hjá ráðherranum! Það er athafnaleysi og ábyrgðarleysi að aðhafast ekkert. Ráðherrar bera nefnilega ábyrgð á málefnasviði sínu. Ætlar dómsmálaráðherra ekki að bera ábyrgð líka? Þeir sem selja og afhenda áfengi í smásölu, sem ólöglega netsalan svo sannarlega er, þurfa leyfi sýslumanna til þess. Hefur dómsmálaráðherra spurnir af því hvort netsalarnir hafi slík leyfi? Ráðherra segir ósátta íbúa geta lagt fram kæru Dómsmálaráðherra segir í fréttaviðtali þann 12. júní sl. á visir.is, þar sem hún setti ofan í við fjármála- og efnahagsráðherra vegna bréfasendingar hans til lögreglu, að hún vilji breyta lögum varðandi áfengisverslun á Íslandi. Það hefur flestum verið ljóst lengi sbr. skriflegt svar hennar til Alþingis á síðasta ári en þar segir „Dómsmálaráðherrar síðustu ára hafa unnið að frumvörpum til breytinga á áfengislögum sem m.a. hefur verið ætlað að lögfesta heimild til reksturs innlendra vefverslana með áfengi í smásölu til neytenda.“ Slík lagabreyting myndi fella ÁTVR og það vilja forvarnarsamtök og lýðheilsuþenkjandi fólk ekki. Í sama viðtali segir hún að hún skiptir sér ekki af því að lögreglan rannsaki ekki eitthvað og að ef íbúar landsins séu ekki sáttir geti þeir lagt fram kæru. Það hefur undirritaður gert, líklega einn allra landsmanna enn sem komið er. Ég kærði sjálfan mig til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu þann 21. desember sl. fyrir að hafa keypt áfengi hjá ólöglegri áfengisnetsölu. Ég hef tvívegis síðan sent lögreglunni fyrirspurn, nú síðast 30. apríl sl., um málið og spurt hvar það sé statt. Ég á rétt á svörum við slíkri fyrirspurn samkvæmt stjórnsýslulögum. Hef ég fengið svar? Nei, ekki enn. Ætli ég verði ekki að bíða í a.m.k. fjögur ár eftir viðbrögðum og niðurstöðu í mínu máli eins og ÁTVR? En ágætu ósáttu íbúar, sem styðjið lýðheilsu framar markaðsvæðingu á áfengi. Þið getið sem sagt lagt inn kæru segir dómsmálaráðherra. Kæru sem leiðir ekki til neins, a.m.k. ekki fyrstu fjögur árin? Til hamingju með daginn! Höfundur er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun