Þannig gæti Alþingi sameinast um orkumál Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir skrifar 13. júní 2024 11:01 Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Alþingi Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Sjá meira
Hér á landi hafa tveir ósammála hópar átt samtal um orkumál. Hvor hópur hefur eitt og annað til síns máls en þar sem samtalið er oftast í skeytasendingum á samfélagsmiðlum þá verður lítið ágengt í umræðunni. Oft er það lausn á málum að tala saman, hlusta á hinn. Þá er hægt að finna braut sem sameinar sjónarmið beggja. Ég hef nýlega einsett mér það að eiga samtöl við fólk sem er ósammála mér um orkumál. Persónuleg samtöl þar sem ég hlusta og set einnig fram sjónarmið. Mín niðurstaða er að það er miklu auðveldara að ná saman um orkumál en ég hélt. Í raun eru miklu fleiri sammála en umræða gefur til kynna, því atriðin sem við erum ósammála um eru útfæranleg, eins og ég vil nú reyna að sýna fram á. Til einföldunar má segja að hóparnir séu tveir: „Náttúruverndarsinnar“ vilja vernda náttúru Íslands og fara mjögt hægt í aukna orkuframleiðslu en „grænorkusinnar“ vilja auka framleiðslu á grænni orku. Ég skil eftir hópinn „orkusinna“ sem vill bara meiri orku í hvaða verkefni sem er en það sjónarmið heyrist æ sjaldnar í umræðunni. Ánægjulegt er að sjá á myndinni að við erum sammála um langflesta þætti orkumála. Þessir tveir punktar, framleiða orku eða ekki, nýta orku stóriðju eða ekki, eru í raun útfærsluatriði sem auðveldlega má leysa í samtali beggja hópa. Sumir hafa bent á að „orkuskortur“ sé ekki til staðar á Íslandi því hér sé nóg af orku sem hægt sé að nýta frá mengandi framleiðslu í græn orkuskipti. En við nánari athugun kemst maður að því að stærstu samningarnir renna ekki út fyrir en eftir um 20 ár, og því verður eitthvað að fylla í skarðið. Eins og sést í töflunni að ofan eru báðir hópar sammála því að ekki sé hægt að eyða 20 árum í að bíða og hvað gerum við þá? Að rifta raforkusamningum hefði óafturkræf neikvæð áhrif fyrir orðspor Íslands alþjóðlega og myndi leiða til hárra skaðabótakrafna á hendur íslenska ríkinu. Eitthvað verður að fylla í skarðið, og eru vindorkuver sem hvort sem er endast í 15-20 ár fullkomin í verkið þangað til að önnur orka losnar eða að nýframleidd orka verði í boði. Við getum því öll verið sammála um það að til þess að ná að setja orkuskiptin í gang þurfi einhverja orku til þess að hlaupa í skarðið, svo hægt sé að byrja nú. En margir taka þessu ekki sem jákvæðu skrefi í loftslagsmálum því mögulega gæti orkan bara farið í aukna mengandi framleiðslu. Hér erum við samt komin með leysanlegt vandamál. Ég legg til eftirfarandi útfærslu sem báðir aðilar eiga að geta sætt sig við: Við leyfum aukna framleiðslu og flýtimeðferð á grænni orku aðeins ef hún er einungis nýtt í orkuskiptaverkefni sem útfasa jarðefnaeldsneyti. Við tryggjum að sveitarfélög séu með í ráðum og fái sinn hlut af ávinninginum. Samhliða aukinni framleiðslu á grænni orku, vinnum við jafn þétt að minnkun á útblæstri, því bæði er jafnmikilvægt ef við ætlum að takast á við loftslagsmálin. Stjórnmál snúast alltaf um sáttamiðlun og því er eðlilegt að tveir hópar séu með ólíka sýn, en það má ekki stöðva okkur frá því að byrja. Tungllendinginn var ekki ákveðin með öll smáatriði útfærð. Þessvegna hvet ég Alþingi að hlusta á mismunandi hópa og finna lausnir sem virka fyrir alla því þær eru svo sannarlega til. Höfundur er hagfræðinemi við Harvard-háskóla.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun