Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 10:46 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir erindi fjármála- og efnahagsráðherra hafa lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglu. Arnar/Vilhelm Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu. Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Fleiri fréttir Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Sjá meira
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08