Erindi ráðherra hafi engin áhrif á rannsókn sem lýkur fljótlega Tómas Arnar Þorláksson skrifar 13. júní 2024 10:46 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir erindi fjármála- og efnahagsráðherra hafa lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglu. Arnar/Vilhelm Áfengissala í netverslun hefur verið til rannsóknar og á borði lögreglu í þrjú ár og 360 daga en fimm netverslanir eru nú undir eftirliti lögreglu. Erindi sem Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sendi lögreglunni varðandi málið hefur lítil sem engin áhrif á rannsókn lögreglunnar. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu. Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, en hann ítrekar að lögreglan sé sjálfstæð eining. Hann tekur jafnframt fram að rannsókninni muni ljúka fljótlega. „Við erum með til rannsóknar nokkur mál og þessi rannsókn er í eðlilegum farvegi. Það má segja það að þessi mál hafa ekki verið í forgangi,“ segir Grímur. Hann tekur fram að rannsóknin sé búin að standa yfir síðan ÁTVR kærði sölu þriggja fyrirtækja fyrir þremur árum og 361 degi síðan. Erindið hafi engin áhrif á framgang málsins Eins og greint hefur verið frá kemur fram í erindi Sigurðar að smásala áfengis sé bönnuð öðrum en ÁTVR samkvæmt lögum. Spurður hvort að erindið hafi einhver áhrif á rannsókn lögreglu svarar Grímur því neitandi. „Við hófum rannsóknina strax þegar við fengum kæruna. Það er oft verið að benda okkur á einhver lögfræðiálit eða þess háttar og við getum bara vísað í yfirlýsingu dómsmálaráðuneytisins um sjálfstæði lögreglu. Þetta hefur engin áhrif á okkur eða framgang rannsóknar þó að fólk sé að benda okkur á einhver atriði sem gætu tengst rannsókninni.“ Felst í rannsókninni hvort málið falli undir lagaramman Hann ítrekar þá að það felst í rannsókn lögreglu hvort að áfengissala í netverslun falli undir lagaramma áfengislaga og sé þá ólögleg samkvæmt lögum. „Greining sakarefnis er alltaf hluti af rannsókninni. Við erum að reyna greina hvort að um sé að ræða brot á tilteknum lögum. Við erum með okkar sérfræðinga á því sviði.“ Ekki margar kærur sem hafa borist Spurður hve margar kærur hafi borist til lögreglunnar síðustu þrjú ár segist Grímur ekki hafa tölu yfir það en að kærurnar séu ekki ýkja margar. „Sum þessara mála eru frumkvæðismál af okkar hálfu sem er í samhengi við eftirlit sem okkur er ætlað samkvæmt áfengislögum,“ segir hann og bætir við að af frumkvæði lögreglu hafi tvö mál bæst við á síðustu þremur árum og eru því í heildina fimm netverslanir sem eru undir rannsókn og eftirliti lögreglu.
Lögreglumál Áfengi og tóbak Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Fleiri fréttir Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Sjá meira
Dómsmálaráðherra skammar fjármálaráðherra fyrir afskipti Dómsmálaráðuneytið hefur sent frá sér tilkynningu á vef stjórnarráðsins þar sem kemur fram að ráðuneyti stjórnarráðsins og ráðherrar ríkisstjórnarinnar eigi ekki að hafa afskipti af því hvort eða hvernig mál séu tekin til rannsóknar sem sakamál. 12. júní 2024 15:08