Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 22:28 Ekki fást neinar frekar upplýsingar um drengina tvo sökum þess hve ungir þeir eru. Getty Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni. Erlend sakamál Bretland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni.
Erlend sakamál Bretland Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira