Tólf ára drengir sekir um morð á nítján ára gömlum manni Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 22:28 Ekki fást neinar frekar upplýsingar um drengina tvo sökum þess hve ungir þeir eru. Getty Tveir tólf ára drengir hafa verið fundnir sekir um að hafa stungið nítján ára gamlan mann til bana í almenningsgarði í bænum Wolverhampton í Bretlandi í nóvember í fyrra. Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni. Erlend sakamál Bretland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira
Í tilkynningu frá lögreglunni í Vestur-Miðhéruðum segir að drengirnir tveir hafi veist að hinum nítján ára gamla Shawn Seesahai þegar hann gekk ásamt vini sínum í almenningsgarði. Seesahai átti rætur að rekja til eyjarinnar Angvilla í Karíbahafi og var tímabundið búsettur í Bretlandi til að gangast undir aðgerð á augum þegar hann varð fyrir árásinni. Fram kemur að drengirnir tveir hafi veist að Seesahai, kýlt hann og sparkað í hann svo hann datt í jörðina. Þá hafi þeir stappað á honum og stungið með 42 sentímetra langri sveðju. Að auki hafi þeir skorið í fætur hans með sveðjunni. Stungusárið sem varð honum að bana hafi tuttugu sentímetra djúpt. Þá segir að vinur Seesahai hafi komist undan og flúið af vettvangi meðan drengirnir réðust á Seesahai. Kenndu hvorum öðrum um Í frétt Sky News um málið segir að maðurinn hafi ekkert gert til að ógna drengjunum, þeir hafi veist að honum án nokkurrar ástæðu. Drengirnir neituðu báðir sök fyrir dómi og kenndu hvorum öðrum um. Þeir sögðu báðir að kveikjan að átökunum hefði verið sú að Seesahai hefði beðið þá um að færa sig af bekk sem þeir sátu á, en atburðarásinni lýstu þeir hvor á sinn hátt fyrir dómi og sögðust hvorugir hafa stungið manninn. Annar drengjanna játaði þó að hafa haft morðvopnið í fórum sínum. Hann sagðist hafa farið með sveiðjuna heim til sín og þrifið hana með klór vegna þess að það hefði hann séð gert í tónlistarmyndbandi. Eins og áður segir úrskurðuðu saksóknarar báða drengina seka um verknaðinn. Drengirnir hafa verið í haldi síðan þeir frömdu árásina og eru sagðir yngstu hnífamorðingjar Bretlandssögunnar í 31 ár, síðan tveir ellefu ára drengir voru fundnir sekir um morð á tveggja ára gömlu barni.
Erlend sakamál Bretland Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Býður milljónum starfsmanna að hætta gegn átta mánaða biðlaunum Sjá meira