Heppni að ekkert fordæmi var til staðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 8. júní 2024 10:00 Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Mest lesið Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Fullyrt hefur verið að Ísland hafi haft sigur í Icesave-deilunni vegna þess að evrópskur dómstóll hafi bjargað landinu. Vísað er þar til þeirrar niðurstöðu EFTA-dómstólsins í lok janúar 2013 að íslenzka ríkið væri ekki ábyrgt fyrir innistæðutryggingum vegna innistæðna í Icesave-netbankanum sem starfræktur var af Landsbanka Íslands í Bretlandi og Hollandi. Þær fullyrðingar standast hins vegar í reynd alls enga skoðun. Komið var inn á þetta í skrifum Þorsteins Pálssonar, fyrrverandi ritstjóra Fréttablaðsins, á Dv.is nýverið þar sem hann gagnrýndi þá ákvörðun þáverandi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, að vísa Icesave-samningum þáverandi vinstristjórnar til þjóðarinnar. Sagði hann þjóðaratkvæði ekki leysa slík mál heldur dómstóla og að dómur EFTA-dómstólsins væri til marks um mikilvægi fjölþjóðasamvinnu fyrir landið. Hérlend stjórnvöld kölluðu eftir því strax og ítrekað í kjölfar þess að Landsbanki Íslands féll haustið 2008 að skorið yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum. Því höfnuðu hins vegar brezk og hollenzk stjórnvöld með stuðningi Evrópusambandsins. Var þess krafizt að málið yrði þess í stað afgreitt með pólitískum hætti. Mótaðilum okkar var enda vel kunnugt um þá staðreynd að lögin voru okkar megin. Dómstóll ESB hefði dæmt Íslandi í óhag Málið fór að lokum fyrir EFTA-dómstólinn eftir að Icesave-samningunum, sem snerust einkum um íslenzka ríkisábyrgð á tryggðum innistæðum í Icesave-bankanum, hafði verið ítrekað hafnað hér á landi. Fyrsta samningnum af Alþingi, með einhliða breytingum á honum, og hinum tveimur í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þó þjóðaratkvæðin hafi ekki leyst deiluna komu þau henni í hagstæðari farveg fyrir Ísland. Hins vegar hefði EFTA-dómstóllinn að öllum líkindum ekki komizt að hagfelldri niðurstöðu fyrir Ísland ef dómstóll Evrópusambandsins hefði verið búinn að dæma áður í hliðstæðu máli. Að talið er á annan veg. Hefði sú verið raunin hefði EFTA-dómstóllinn orðið að taka mið af dómaframkvæmd dómstóls sambandsins í samræmi við EES-samninginn og samning um stofnun EFTA-dómstólsins og Eftirlitsstofnunar EFTA. Fyrrverandi forseti EFTA-dómstólsins, Carl Baudenbacher, hefur til dæmis vakið máls á þessu en hann fór fyrir dómstólnum þegar Icesave-málið var þar til meðferðar. Fjallar hann meðal annars um málið í bók sinni Judicial Independence sem kom út 2019 og vitnar þar til fulltrúa Evrópusambandsins. Hafa má í huga í þessu sambandi að dómstóll sambandsins er þekktur fyrir það að dæma iðulega samrunaþróun þess í hag. Hefði ekki orðið verra en samningarnir Hitt er svo annað mál að jafnvel þó EFTA-dómstóllinn hefði dæmt Íslandi í óhag hefði niðurstaðan ekki orðið verri en samningarnir kváðu á um. Brezk og hollenzk stjórnvöld hefðu þannig þurft að fara í mál við íslenzka ríkið í kjölfarið og sýna fram á tjón sitt. Jafnvel þó niðurstaðan þar hefði verið óhagstæð hefðu mögulegar skaðabætur verið í íslenzkum krónum en ekki erlendum gjaldeyri eins og samningarnir kváðu á um. Hafa má enn fremur í huga að Evrópusambandið tók ekki aðeins þátt í því að koma í veg fyrir að leyst yrði úr Icesave-deilunni fyrir dómstólum heldur stefndi sér síðan inn í málið gegn Íslandi fyrir EFTA-dómstólnum. Þá voru viðbrögð sambandsins við niðurstöðu dómsins þau að setja nýja tilskipun um innistæðitryggingar þar sem kveðið er á um ríkisábyrgð í þeim efnum en til stendur að taka hana upp í EES-samninginn. Vert er einnig að hafa í huga að Icesave-deilan var í raun bein afleiðing af aðild Íslands að EES-samningnum. Ekki sízt meingallaðri innistæðutryggingatilskipun Evrópusambandsins. Þá er ekki að ástæðulausu að útrásin átti sér nær eingöngu stað innan Evrópska efnahagssvæðisins. Löggjöf sambandsins gerði þannig til dæmis hérlendum bönkum kleift að opna útibú frá starfsemi þeirra hér á landi í öðrum aðildarríkjum þess. Samvinna er eitt en samruni allt annað Fjölþjóðasamvinna er gjarnan af hinu góða þegar hagsmunir ríkja fara saman. Hins vegar er samvinna eitt og samruni talsvert annað. EES-samningurinn er meðal annars hannaður með þeim hætti að hann fylgir samrunaþróun Evrópusambandsins á því sviði sem hann nær til, innri markaði sambandsins, sem síðan þenst sífellt út til fleiri málaflokka og dýpkar með aukinni mistýringu og kröfum um framsal valds. Málið er þannig lýsandi fyrir þann veruleika að Evrópusambandið er í raun alls staðar við stjórnvölinn þegar EES-samningurinn er annars vegar. Þannig er til að mynda undir sambandinu komið hvaða regluverk þess fellur undir samninginn og enn fremur hvort einhverjar undanþágur verði veittar í þeim efnum. Þá getur einungis Evrópusambandið breytt því regluverki sem tekið hefur verið upp í EES-samninginn. Hins vegar er leið út úr þessum aðstæðum sem ríki heimsins kjósa allajafna að fara í dag þegar þau semja um milliríkjaviðskipti. Víðtækur fríverzlunarsamningur. Leið sem, ólíkt EES-samningnum og í enn ríkari mæli inngöngu í Evrópusambandið, felur ekki í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum í gegnum íþyngjandi regluverk sem er ekki okkar, tekur ekki mið af okkar hagsmunum og við getum ekki breytt. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun