Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 20:02 Óttar harmar breytingar sem gerðar hafa verið á Pepsí. Hann vill ekki sjá sætuefnin. bjarni einarsson Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“ Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira
Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“
Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Neytendur SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Olíuefni í Bugles sem eiga ekki að vera í snakkinu Opinn fundur HMS um endurmat brunabótamats Kalla inn geislavirka límmiða Verðlagssæti Íslands enn eitt árið komi ekki á óvart Konur geta tryggt sig á meðgöngu í fyrsta sinn Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Nóa-nammið hækkar í stórum skrefum Rækja fannst í skinkusalati „Það er svo mikið rugl í gangi“ Húsgagnahöllin sektuð fyrir ósanngjarnar auglýsingar Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Bílastæðafyrirtæki fá á baukinn Tókst ekki að sýna fram á galla og situr uppi með körfuboltaskóna Gera fjölmargar breytingar á kílómetragjaldinu Tveggja ára skjár fæst ekki bættur vegna „dauðs depils“ Björn Berg svarar lesendum: Eyðir alltaf neyðarsjóðnum í vitleysu Sjá meira