Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Lovísa Arnardóttir skrifar 16. október 2025 08:55 Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar trygginga, segir að fyrirtækið hafi viljað svara ákalli viðskiptavina. Íris Dögg Einarsdóttir Vörður tryggingar hefur bætt meðgöngu-, fæðingar- og foreldravernd við hefðbundnar sjúkdómatryggingar án þess að hækka kostnað vegna tryggingarinnar. Í tilkynningu kemur fram að þessi nýja trygging hafi það markmið að styðja við foreldra. Bætur eru eingreiðslur og geta numið allt að einni milljón. Verndin gildir á meðan meðgöngu stendur, í fæðingu og þar til barn nær eins árs aldri. Sjóvá kynnti sambærilega tryggingu í sumar, á kvenréttindadeginum, en trygging þeirra kostar 30 þúsund krónur. Hjá Sjóvá eru bætur eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón. Þar er hægt að kaupa trygginguna allt frá því að þungun hefur verið staðfest og þar til móðir er gengin 32 vikur. Í tilkynningu frá Verði kemur fram að með því að bæta þessari tryggingu við sjúkdómatryggingu vilji Vörður leiðrétta misræmi á tryggingamarkaði gagnvart mæðrum og verðandi foreldrum. Þar kemur einnig fram að nýja verndin felur annars vegar í sér fjárhagslegan stuðning ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu og hins vegar rétt til bóta vegna meðfædds heilsufarsástands barns og aðgang að samtalsmeðferð í ef upp koma erfiðleikar. Nánar er fjallað um hvað er tryggt og bætt á vef Varðar en þar kemur til dæmis fram að meðgöngueitrun, utanlegsfóstur sem krefst aðgerðar, alvarleg morgunógleði og alvarleg spangarrifa er tryggð. Þá tekur tryggingin einnig til tiltekinna læknisfræðilegra atvika í tengslum við heilsufarsástand barns eins og ef það fæðist til dæmis með CP-heilalömun, vatnshöfuð, klofinn hrygg, litningafrávik eða meðfæddan hjartagalla. Þá bætir tryggingin einnig meðgöngu- og fæðingarþunglyndi, bráðakeisara, fjölburaþungun þegar börnin eru fleiri en tvö og mjög ótímabæra fæðingu, það er fyrir 32. viku. Þetta eru aðeins dæmi, það eru fleiri tilvik sem eru tryggð. Í tilkynningu segir að tryggingin hafi verið þróuð með aðstoð sérfræðinga og að hún taki mið af erlendri fyrirmynd. Þá kemur einnig fram að ákall hafi verið meðal viðskiptavina að meðganga og fæðing ætti að vera hluti af hefðbundnum tryggingum. Vernd fyrir þolendur ofbeldis Þá segir að þessi breyting á vernd hjá Verði sé liður í vegferð fyrirtækisins í að þróa tryggingar sem betur eigi að endurspegla raunverulegar þarfir fólks. Sem dæmi hafi þau kynnt í vor neyðaraðstoð fyrir þolendur ofbeldis sem hluta af heimilistryggingum félagsins. Sú trygging var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en samkvæmt henni geta þolendur ofbeldis í nánum samböndum geta fengið fjárhagslegar bætur til að breyta frekar aðstæðum sínum. „Við hjá Verði viljum að verðandi foreldrar geti gengið inn í meðgöngutímabilið án þess að þurfa að velta fyrir sér hvort þau séu tryggð. Þess vegna er meðgöngu- og foreldravernd nú sjálfkrafa hluti af hefðbundnum sjúkdómatryggingum. Verndin nær frá upphafi meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið er fætt. Í samtölum okkar við konur kom skýrt fram að þörfin fyrir tryggingu á þessum tímamótum er mikil og við vildum svara því kalli, enda þetta tímabil þýðingamikill hluti af lífi þeirra sem stefna á barneignir,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar trygginga, í tilkynningunni. Hún segir þetta aðeins fyrsta skrefið af mörgum hjá fyrirtækinu til að tryggja að fleiri njóti verndar. Guðbjörg Heiða var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þessa nýju vernd. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan. Tryggingar Börn og uppeldi Þungunarrof Jafnréttismál Meðganga Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Sjóvá kynnti sambærilega tryggingu í sumar, á kvenréttindadeginum, en trygging þeirra kostar 30 þúsund krónur. Hjá Sjóvá eru bætur eingreiðslur og geta numið allt að einni og hálfri milljón. Þar er hægt að kaupa trygginguna allt frá því að þungun hefur verið staðfest og þar til móðir er gengin 32 vikur. Í tilkynningu frá Verði kemur fram að með því að bæta þessari tryggingu við sjúkdómatryggingu vilji Vörður leiðrétta misræmi á tryggingamarkaði gagnvart mæðrum og verðandi foreldrum. Þar kemur einnig fram að nýja verndin felur annars vegar í sér fjárhagslegan stuðning ef alvarleg atvik koma upp á meðgöngu eða í fæðingu og hins vegar rétt til bóta vegna meðfædds heilsufarsástands barns og aðgang að samtalsmeðferð í ef upp koma erfiðleikar. Nánar er fjallað um hvað er tryggt og bætt á vef Varðar en þar kemur til dæmis fram að meðgöngueitrun, utanlegsfóstur sem krefst aðgerðar, alvarleg morgunógleði og alvarleg spangarrifa er tryggð. Þá tekur tryggingin einnig til tiltekinna læknisfræðilegra atvika í tengslum við heilsufarsástand barns eins og ef það fæðist til dæmis með CP-heilalömun, vatnshöfuð, klofinn hrygg, litningafrávik eða meðfæddan hjartagalla. Þá bætir tryggingin einnig meðgöngu- og fæðingarþunglyndi, bráðakeisara, fjölburaþungun þegar börnin eru fleiri en tvö og mjög ótímabæra fæðingu, það er fyrir 32. viku. Þetta eru aðeins dæmi, það eru fleiri tilvik sem eru tryggð. Í tilkynningu segir að tryggingin hafi verið þróuð með aðstoð sérfræðinga og að hún taki mið af erlendri fyrirmynd. Þá kemur einnig fram að ákall hafi verið meðal viðskiptavina að meðganga og fæðing ætti að vera hluti af hefðbundnum tryggingum. Vernd fyrir þolendur ofbeldis Þá segir að þessi breyting á vernd hjá Verði sé liður í vegferð fyrirtækisins í að þróa tryggingar sem betur eigi að endurspegla raunverulegar þarfir fólks. Sem dæmi hafi þau kynnt í vor neyðaraðstoð fyrir þolendur ofbeldis sem hluta af heimilistryggingum félagsins. Sú trygging var sú fyrsta sinnar tegundar á Íslandi en samkvæmt henni geta þolendur ofbeldis í nánum samböndum geta fengið fjárhagslegar bætur til að breyta frekar aðstæðum sínum. „Við hjá Verði viljum að verðandi foreldrar geti gengið inn í meðgöngutímabilið án þess að þurfa að velta fyrir sér hvort þau séu tryggð. Þess vegna er meðgöngu- og foreldravernd nú sjálfkrafa hluti af hefðbundnum sjúkdómatryggingum. Verndin nær frá upphafi meðgöngu, í fæðingu og eftir að barnið er fætt. Í samtölum okkar við konur kom skýrt fram að þörfin fyrir tryggingu á þessum tímamótum er mikil og við vildum svara því kalli, enda þetta tímabil þýðingamikill hluti af lífi þeirra sem stefna á barneignir,“ segir Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir, forstjóri Varðar trygginga, í tilkynningunni. Hún segir þetta aðeins fyrsta skrefið af mörgum hjá fyrirtækinu til að tryggja að fleiri njóti verndar. Guðbjörg Heiða var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun um þessa nýju vernd. Hægt er að hlusta á viðtalið að ofan.
Tryggingar Börn og uppeldi Þungunarrof Jafnréttismál Meðganga Mest lesið Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Viðskipti innlent Stofnar félag um olíuleit Viðskipti innlent Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Viðskipti innlent Framúrskarandi tískuvöruverslunin með stórt hjarta Framúrskarandi kynning Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Viðskipti innlent Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Viðskipti innlent Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Viðskipti innlent Vill láta hart mæta hörðu Viðskipti innlent Vélfag áfrýjar dómnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Fordæmalaus skortur á skötu Hafði betur eftir að hafa fengið of stór gleraugu í hendurnar Vilja fresta því að slökkva á 2G og 3G sendum Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Kalla inn aspas í bitum frá Ora Hækka árgjöld kreditkorta í fyrsta sinn í sjö ár Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Sjá meira