Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. október 2025 13:05 Rafha hefur staðið fyrir sænskum dögum þar sem sænsk vörumerki hafa verið á tilboði. Nýleg kaup konu á uppþvottavél frá Rafha á tíu þúsund krónur reyndust of góð til að vera sönn. Konan krafðist þess að raftækjabúðinni yrði gert að standa við söluna sem byggðist á tæknilegum mistökum í sölukerfinu. Það var í mars síðastliðnum sem verslunin efndi til sænskra daga með vörur á stórlækkuðu verði. Kona nokkur skannaði tilboðin í vefversluninni þar sem blasti við uppþvottavél á 9950 krónur. Hún gekk frá kaupunum með greiðslukorti og fékk staðfestingu um kaupin í tölvupósti. Klúður við innslátt Morguninn eftir barst símtal frá starfsmanni Rafha. Verðlagning hefði verið röng vegna mannlegra mistaka við uppfærslu á vörulista. Vélin hefði átt að kosta 99.950 krónur en aðeins fjórar tölur hefðu verið slegnar inn í stað fimm fyrir mistök. Fyrir vikið var vélin skráð me 90 prósenta afslætti en ekki á föstu lágu verði, 99.950 krónur. Var konunni boðið að kaupa dýrari uppþvottavél með allt að helmingsafslætti sem hefði þýtt heildarverð upp á rúmlega fimmtíu þúsund krónur. Þessu hafnaði konan svo Rafha endurgreiddi henni 9950 krónur inn á kortið. Konan var ósátt við niðurstöðuna og leitaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í þeim tilgangi að krefja Rafha að standa við söluna. Nefndin horfði til meginreglu samningaréttar þess efnis að gerða samninga skuli halda, jafnvel þótt mistök séu gerð. Það eigi þó ekki við í þeim tilfellum ef aðili veit eða hefði mátt vita að um mistök væri að ræða. Þá leit hún til reglna Neytendastofu um verðmerkingar þar sem segir að fyrirtæki skuli „selja vöru á því verði sem verðmerkt er, einnig þótt um mistök sé að ræða. Þetta á hins vegar ekki við ef kaupanda má vera ljóst að um mistök sé að ræða.“ Hagsmunir Rafha ríkari en konunnar Kærunefndin lagði til grundvallar að mistök hefðu átt sér stað og útskýring Rafha væri trúverðug. Ekki væri hægt að fullyrða að konan hefði mátt vita að um mistök væri að ræða enda hefði Rafha auglýst stórlækkuð verð. Að sama skapi hefði verðið verið það lágt að það hefði ekki átt að koma henni á óvart að um mistök væri að ræða. Mestu máli skipti að Rafha tilkynnti konunni um mistökin strax morguninn eftir. Ekki hefði verið búið að afhenda uppþvottavélina og konan ekki gert neinar ráðstafanir. Því væri ekkert fjárhagslegt tjón hjá konunni þótt Rafha efndi ekki samninginn. Voru hagsmunir Rafha af því að fá sölunni hnekkt taldir ríkari en konunnar að standa við stamninginn. Þar vægi þyngst sá mikli verðmunur á tilboðsverðinu og raunverðinu sem og að mistökin voru leiðrétt svo til um leið. Konunni hlyti að hafa komið til hugar að um mistök væri að ræða enda uppgefinn afsláttur á öðrum uppþvottavélum á bilinu 11 til 29 prósent. Var því fallist á það með Rafha að samningurinn hefði verið óskilbindandi og kröfu konunnar hafnað. Verslun Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Sjá meira
Það var í mars síðastliðnum sem verslunin efndi til sænskra daga með vörur á stórlækkuðu verði. Kona nokkur skannaði tilboðin í vefversluninni þar sem blasti við uppþvottavél á 9950 krónur. Hún gekk frá kaupunum með greiðslukorti og fékk staðfestingu um kaupin í tölvupósti. Klúður við innslátt Morguninn eftir barst símtal frá starfsmanni Rafha. Verðlagning hefði verið röng vegna mannlegra mistaka við uppfærslu á vörulista. Vélin hefði átt að kosta 99.950 krónur en aðeins fjórar tölur hefðu verið slegnar inn í stað fimm fyrir mistök. Fyrir vikið var vélin skráð me 90 prósenta afslætti en ekki á föstu lágu verði, 99.950 krónur. Var konunni boðið að kaupa dýrari uppþvottavél með allt að helmingsafslætti sem hefði þýtt heildarverð upp á rúmlega fimmtíu þúsund krónur. Þessu hafnaði konan svo Rafha endurgreiddi henni 9950 krónur inn á kortið. Konan var ósátt við niðurstöðuna og leitaði til kærunefndar vöru- og þjónustukaupa í þeim tilgangi að krefja Rafha að standa við söluna. Nefndin horfði til meginreglu samningaréttar þess efnis að gerða samninga skuli halda, jafnvel þótt mistök séu gerð. Það eigi þó ekki við í þeim tilfellum ef aðili veit eða hefði mátt vita að um mistök væri að ræða. Þá leit hún til reglna Neytendastofu um verðmerkingar þar sem segir að fyrirtæki skuli „selja vöru á því verði sem verðmerkt er, einnig þótt um mistök sé að ræða. Þetta á hins vegar ekki við ef kaupanda má vera ljóst að um mistök sé að ræða.“ Hagsmunir Rafha ríkari en konunnar Kærunefndin lagði til grundvallar að mistök hefðu átt sér stað og útskýring Rafha væri trúverðug. Ekki væri hægt að fullyrða að konan hefði mátt vita að um mistök væri að ræða enda hefði Rafha auglýst stórlækkuð verð. Að sama skapi hefði verðið verið það lágt að það hefði ekki átt að koma henni á óvart að um mistök væri að ræða. Mestu máli skipti að Rafha tilkynnti konunni um mistökin strax morguninn eftir. Ekki hefði verið búið að afhenda uppþvottavélina og konan ekki gert neinar ráðstafanir. Því væri ekkert fjárhagslegt tjón hjá konunni þótt Rafha efndi ekki samninginn. Voru hagsmunir Rafha af því að fá sölunni hnekkt taldir ríkari en konunnar að standa við stamninginn. Þar vægi þyngst sá mikli verðmunur á tilboðsverðinu og raunverðinu sem og að mistökin voru leiðrétt svo til um leið. Konunni hlyti að hafa komið til hugar að um mistök væri að ræða enda uppgefinn afsláttur á öðrum uppþvottavélum á bilinu 11 til 29 prósent. Var því fallist á það með Rafha að samningurinn hefði verið óskilbindandi og kröfu konunnar hafnað.
Verslun Neytendur Úrskurðar- og kærunefndir Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Innkalla pastaskeiðar úr plasti Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Fólk vari sig á svikurum á tilboðsdögum „Lafufu“ geti verið hættuleg „Ekki bæta við flík til að fá ókeypis sendingarkostnað“ Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi „Íslenski neytandinn er allavega ekki að sýna merki um samdrátt“ Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Ekki gefinn afsláttur á gjaldskyldu í snjókomu Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Sjá meira