Pepsíunnandi til margra ára kveður drykkinn eftir breytinguna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júní 2024 20:02 Óttar harmar breytingar sem gerðar hafa verið á Pepsí. Hann vill ekki sjá sætuefnin. bjarni einarsson Pepsíunnandi til margra ára segist hættur að drekka drykkinn eftir að sykurmagnið var minnkað og sætuefni settí staðinn. Næringarfræðingur segir sætuefni ekki skárri en sykur. Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“ Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira
Í gær greindum við frá því að sykurmagn í Pepsí hafi minnkað og sætuefni á borð við asesúlfam og súkralósa sett í staðinn, íslenskum neytendum til mismikillar gleði. Töluverð umræða hefur skapast um þetta hitamál á Facebook hópnum Nammitips þar sem breytingin fellur vægast sagt í grýttan jarðveg. Grunaði ekkert Enginn er þó líklega ósáttari en Óttar, pepsíunnandi til margra ára. Hann vill sitt Pepsí sykrað enda þeirrar skoðunar að sætuefnin séu skaðlegri en sykurinn. „Mér líst afleitlega á þetta vegna þess að ég tel að mér hafi verið byrlað, þetta eitur held ég að þetta sé, núna í fjórtán eða fimmtán mánuði. Mig grunaði ekki neitt.“ Hann segir að vissulega standi í innihaldslýsingunni að í drykknum séu sætuefni en hefði viljað að breytingin hefði verið betur auglýst, enda hafi margir verið grunlausir um hana. „Ég myndi vilja að það væri alvarleg, greinileg aðvörun á svona umbúðum því að maður les ekki innihaldslýsingar í hvert einasta sinn sem maður kaupir vöruna. En ég er allavegana hættur að drekka pepsí, algjörlega. Í bili. Það er búið að eitra mig að innan með þessum óþverra í tólf til fjórtán mánuði, lítri á dag. Ég veit ekki hvort ég ber þess bætur.“ Í svörum Ölgerðarinnar til Vísis kemur fram að fyrst hafi sykurmagnið í drykknum verið minnkað í febrúar í fyrra og var breytingin gerð í samræmi við stefnu PepsiCo og auknar kröfur neytenda um minna sykurmagn. Næringarfræðingurinn Geir Gunnar hvetur fólk til að drekka bara íslenska vatnið en af tvennu illu fengi hann sér sykraðan gosdrykk frekar en drykk með sætuefnum.rúnar vilberg Næringarfræðingur segir alþekkt að sykur sé óhollur en sætuefnin séu ekki skárri. „Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin er meira að segja búin að tala á móti sætuefnum. Segir að þetta sé ekki lausn til að halda kjörþyngd, ekki leið til að halda heilsu, getur jafnvel ýtt undir hjarta- og æðasjúkdóma. Og svo eru rannsóknir sem vísa í að þetta geti skemmt góðu þarmaflóruna okkar sem er svona varnarveggurinn okkar og ónæmiskerfið,“ segir Geir Gunnar Markússon, næringarfræðingur. Velur sykur fram yfir sætuefnin Hann segir íslenska vatnið best en af tveinnu illu myndi hann sjálfur frekar drekka sykraða gosdrykki en drykki sem innihalda sætuefni. „Allan daginn myndi ég frekar bara vera í sykrinum sem líkaminn þekkir.“
Neytendur Ölgerðin Gosdrykkir Drykkir Heilsa Mest lesið Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Fleiri fréttir Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur eigi meira inni Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Vesturbæingar sólgnir í ís en Hafnfirðingar fara oftast í bíó Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Sleppir ekki pítsunum þrátt fyrir eitt óhappatilvik Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Fær íshellaferð ekki endurgreidda Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ „Ég verð að segja að ég er svolítið hlessa“ Landsbankinn sýknaður af öllum kröfum í Vaxtamálunum Hvetja neytendur til að vera á varðbergi eftir áramót Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Eldsneytisverð gæti lækkað um tugi króna á nýju ári Allt að 1500 króna munur á jólabókunum milli verslana Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Breyttur opnunartími hjá Sorpu Hægt að spara háar fjárhæðir í jólainnkaupum Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Jólakjötið töluvert dýrara í ár „Þetta er bara algjörlega galið“ Sjá meira