Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaafhendingunni Jakob Bjarnar skrifar 7. júní 2024 13:35 Háteigsskóli útskrifaði 10. bekkinga í vikunni og fékk helmingur nemenda viðurkenningu, og allar stelpurnar nema tvær. Strákarnir fengu að fylgjast með verðlaunaathöfninni. vísir/vilhelm Í vikunni var útskrift hjá 10. bekk í Háteigsskóla sem eru krakkar á aldrinum 15 til 16 ára. Helmingur barnanna fékk viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi. Hinn helmingurinn sat eftir úti í sal, tuttugu strákar og tvær stelpur. Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði. Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Bríet Konráðsdóttir var við athöfnina og henni þótti þetta skjóta skökku við. „Já. Mér fannst sláandi að sjá drengina sitja eftir. Þetta var í kirkju Óháða safnaðarins og maður getur farið upp á svalir. Ég stökk þangað og tók mynd, svo ég væri örugglega ekki að fara með einhverja vitleysu,“ segir Bríet. Drengirnir sem dæmdir minnipokamenn Hún segist hafa séð það á drengjunum sem sátu eftir að þeim fannst þetta kjánalegt. Og að athyglin væri á sér fremur en sviðinu. Og það hafi hreinlega verið skrifað á enni þeirra: Ók, þið fáið ekki neitt. Þið eru ekki nógu góðir. „Það er eitthvað mjög skakkt við það að veita helmingi nemenda viðurkenningu fyrir árangur af einhverju tagi og pæla ekkert í því að nánast allir drengirnir sitja eftir úti í sal. Hvaða skilaboð er verið að senda þeim? Ég átta mig ekki á tilganginum,“ segir Bríet. Hún segir að hver sem ástæðan sé fyrir miklu brottfalli drengja úr námi, þá finnst henni að grunnskólinn eigi að vera staður sem leggur grunn að sjálfstrausti og þarna hafi ekki öll fengið sömu hvatninguna. Skólastjórnendur kjósa að tjá sig ekki Bríet ákvað að vekja athygli á þessu á Facebook-síðu sinni og hafa undirtektirnar verið miklar. Hún segist vita til þess að svona sé þetta ekki í öllum skólum en víða. „Skólastjórinn var með ágætis ræðu. Að krakkarnir væru klárari en þeir héldu og hugrakkari. Hún var að vísa í Bangsímon og ég ákvað að taka hana mér til fyrirmyndar og skrifa þennan status,“ segir Bríet: Bríet segist hafa fengið mikið af skilaboðum frá foreldrum sem voru með óbragð í munni eftir þessa athöfn. „Þetta á að vera gleði en maður fær smá sorg í hjartað. Takk grunnskóli, fyrir nota síðasta daginn til að koma þeirri tilfinningu inn hjá strákunum að þeir séu ekki nógu góðir.“ Vísir náði tali af Guðrúnu Helgu Sigfúsdóttur aðstoðarskólastjóra og hún sagði, eftir að hafa fundað með skólastjóranum Arndísi Steinþórsdóttur, að þær væru ekki tilbúnar til að tjá sig um einstök mál, þetta væri viðkvæmt atriði.
Skóla- og menntamál Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira