Hrokafull afstaða utanríkisráðherra Björn B Björnsson skrifar 7. júní 2024 09:30 Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Utanríkismál NATO Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérhagsmunir Viðskiptablaðsins Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fáni okkar allra... Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Átökin um áminningarskylduna – stutt upprifjun Óli Jón Jónsson skrifar Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Föstum saman, Ramadan og langafasta Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Auðhumla í Hamraborg Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Magnús Karl er einstakur kennari og verður afburða rektor Kristín Heimisdóttir skrifar Skoðun Mannlegi rektorinn Silja Bára Arnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það Drífa Snædal skrifar Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Sjá meira
Frá því að Ísland gerðist stofnaðili að Atlandshafsbandalaginu fyrir 75 árum hafa fjárframlög okkar til bandalagsins verið bundin því skilyrði að þau séu ekki notuð til að kaupa vopn heldur fari til kaupa á lækningavörum. Stefna okkar hefur verið að lækna og líkna - ekki meiða og drepa.Um þessa stefnu hefur ríkt þverpólitísk sátt á Íslandi alla tíð og bandalagsþjóðir okkar hafa sýnt þessari stefnu okkar fullan skilning. Til þessa dags hafa allir utanríkisráðherrar okkar talað fyrir þessari stefnu Íslands á vettvangi bandalagsins og gert það vel og vandræðalaust. Þeirra á meðal eru Bjarni Benediktsson (eldri), Ólafur Jóhannesson, Geir Hallgrímsson, Halldór Ásgrímsson, Davíð Oddsson, Geir Haarde, Guðlaugur Þór Þórðarson og Lilja Alfreðsdóttir svo nokkrir séu nefndir. Já og ekki má gleyma Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur sem gengdi embættinu frá 2021 til 2023 - og fylgdi þesssari stefnu. En eftir að Bjarni Benediktsson hraktist úr stóli fjármálaráðherra vegna spillingarmála og tók við embætti utanríkisráðherra breytti hann þessari stefnu - án nokkurrar umræðu eða kynningar á að þetta stæði til. Bjarni ákvað einfaldlega upp á sitt eindæmi að breyta 75 ára gamalli stefnu Íslands án nokkurs samráðs eða samtals við þjóðina. Við Íslendingar fréttum eftir á að við værum búin að að kaupa vopn til að drepa rússnesk ungmenni sem eru skikkuð á vígvöllinn í Úkraínu. Ekki vörur til að hlúa að og lækna Úkraínumenn - sem mikil þörf er á - nei vopn til manndrápa. Þórdís sem er aftur sest í stól utanríkisráðherra tekur til varna fyrir þessa stefnubreytingu í blaðagrein og gerir það með þeim orðum að sú óumdeilda afstaða sem Ísland hefur fylgt í 75 ár sé hrokafull. Afstaða allra Alþingismanna og ráðherra Íslands undanfarna áratugi er að hennar sögn byggð á hroka gagnvart bandalagsþjóðum okkar! Eigum við að hlæja eða gráta? Hroki er samkvæmt orðabókinni sú afstaða að þykjast vera yfir aðra hafinn. Ekki verður betur séð en að með orðum sínum tali Þórdís niður þá stefnu sem allir utanríkisráðherrar Íslands hafa fylgt frá árinu 1949 - þar á meðal hún sjálf - og telji sig nú yfir hana hafin. Rök Þórdísar fyrir þessari stefnubreytingu eru þau að Ísland þurfi að sýna vina- og bandalagsþjóðum okkar að við séum verðugir bandamenn þeirra og að við eigum ekki reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum bandalagsins. Það er afar sérstakt svo ekki sé meira sagt að utanríkisráðherra Íslands skuli gefa stefnu okkar til 75 ára þá einkunn að með henni höfum við verið að reyna að sleppa ódýrt frá sameiginlegum verkefnum NATO. Bandalagsþjóðir okkar sperra örugglega eyrun við að heyra þessi orð. Enginn, hvorki innan lands né utan, hefur nokkru sinni efast um að Ísland sé verðugur aðili að NATO. Við höfum verið virkir meðlimir bandalagsins frá fyrsta degi, hýst ratsjár- og herstöðvar víða um land og hér væri ennþá Bandarískur her ef þörf væri talin á. Við höfum uppfyllt allar þær kröfur sem til okkar hafa verið gerðar og bandalagsþjóðir okkar hafa alla tíð virt sérstöðu Íslands sem vopnlausrar þjóðar sem ekki vill kaupa vopn. Nú hefur þessari stefnu Íslands verið hent í ruslið, án nokkurs samráðs, með þeim orðum að hún hafi byggst á hroka! Þurfa ekki sumir að fara að komast í gott frí svo við getum farið að taka til? Höfundur er áhugamaður um tiltekt.
Skoðun Hvernig kennum við gagnrýna hugsun? – Umræða sem þarf að halda áfram Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar