Fyrstu tvö árin okkar í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 7. júní 2024 08:00 Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kópavogur Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Leiðarstef okkar í meirihlutasáttmálanum er að Kópavogur verði farsælt bæjarfélag í fremstu röð. Fyrirséð er að þjónusta sveitarfélaga mun einungis þyngjast í rekstri horft til framtíðar. Því skiptir höfuðmáli að skapa góðan fjárhagsgrunn og koma í veg fyrir ósjálfbæra skuldasöfnun. Þessar áherslur endurspeglast vel í þeim verkefnum sem við höfum sett í forgang á kjörtímabilinu sem nú er hálfnað. 1. Tryggja góðan rekstur Hjá okkur er forgangsmál að efla grunnþjónustu við bæjarbúa, forgangsraða fjármunum og hagræða í rekstri þegar tækifæri gefst. Í ljósi þessa er ánægjulegt að sjá hvernig rekstur Kópavogsbæjar styrkist verulega milli áranna 2022 og 2023. Afkoman batnar og reksturinn skilar fimm milljörðum til að standa undir framkvæmdum og niðurgreiðslu skulda. Heildarskuldir lækka að raunvirði og skuldahlutfall lækkar áfram. Þá er einnig heilbrigðismerki að í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu eru skuldir á íbúa og skuldahlutfall hvergi lægri. Rekstur Kópavogsbæjar er traustur og ársreikningur 2023 er staðfesting þess efnis. 2. Lækka skatta Við viljum byggja upp öflugt samfélag þar sem sköttum á bæjarbúa er stillt í hóf. Of margir stjórnmálamenn líta á skatta sem sjálfsagðan og á köflum vannýtta tekjulind. Þeir freistast til að seilast sífellt dýpra í vasa almennings fremur en að hagræða í rekstri eða forgangsraða fjármunum með skynsömum hætti. Við höfum hins vegar kosið að standa með bæjarbúum en núverandi meirihluti hefur lækkað fasteignaskatta í tvígang, eða bæði árin frá því að hann tók til starfa. Á sama tíma hefur lóðaleigan staðið í stað og vatns- og holræsagjöld lækkað. Á þessu kjörtímabili hafa skattar lækkað um sem nemur rúmlega einum milljarði króna. 3. Framsækni í leikskólamálum Leikskólar gegna lykilhlutverki í grunnmenntun barna og þjónustu fyrir foreldra. Djúpstæður mönnunarvandi, viðvarandi álag og óstöðuleiki í þjónustu á leikskólum var eitthvað sem við vildum breyta. Í ljósi þessa var farið í víðtækt samráð við foreldra, starfsfólk, stéttarfélög og kjörna fulltrúa til að leita leiða til að leysa vandann. Niðurstaðan var Kópavogsmódelið sem í grunninn byggir á að fyrstu sex klukkustundirnar eru gjaldsfrjálsar og aukinn sveigjanleiki er í dvalartíma barna. Árangurinn talar sínu máli. Aldrei hefur þurft að loka leikskólum sökum manneklu frá því breytingar tóku gildi, til samanburðar voru 212 dagar lokunardagar á síðasta skólaári í einhverjum leikskólum Kópavogs. Flestir leikskólar eru fullmannaðir og við erum að bjóða fleiri börnum leikskólapláss. Aukinn stöðugleiki er í þjónustu við barnafjölskyldur, faglega starfið er betra og líðan barna og starfsfólk hefur batnað til muna. Þegar breytingarnar voru kynntar voru skiljanlega áhyggjur þess efnis hvaða áhrif breytingarnar myndu hafa á tekjulægstu heimilin. Nýleg foreldrakönnun bendir til þess að tekjulægstu heimilin eru einna ánægðust með breytingarnar og jafnframt líklegust til að nýta sér gjaldfrjálsa leikskólaþjónustu, sem var ánægjulegt að sjá. Þá er virkilega ánægjulegt að sjá að önnur sveitarfélög eru að fylgja fordæmi okkar og innleiða svipaðar breytingar í sínum leikskólum. 4. Ný nálgun í menningarmálum Fyrir ári síðan boðuðum við breytingar á starfsemi menningarhúsa með það að markmiði að efla starfsemi þeirra og tryggja að hún þróist í takt við nýja tíma. Með breytingunum var fjármunum forgangsraðað með öðrum hætti og hagrætt í rekstri en alls ekki á kostnað lakari þjónustu, síður en svo. Starfsemi menningarstofnana var endurhugsuð með aukinni samþættingu og samstarfi milli stofnana. Stór varða var sett þegar nýtt upplifunarrými lista, bókmennta og vísinda var opnað á afmælisdegi Kópavogs 11 maí sl. Skiljanlega eru breytingar erfiðar en nú þegar bæjarbúar upplifa nýja Náttúrufræðistofu sem flæðir um rýmið í návist við barnabókasafn Kópavogs erum við fullviss um að fæstir myndu vilja hörfa til baka. Menning spilar lykilhlutverk í að búa til fallegan bæjarbrag og við munum áfram standa vörð um menningarstarfið í bænum. 5. Heilsa og hreyfing í forgangi Mikilvægi íþrótta og hreyfingar fyrir alla aldurshópa verður seint ofmetið. Ánægjulegt er að sjá að aðstaða til íþróttaiðkunar er sú besta í Kópavogi samkvæmt þjónustukönnun. Sveitarfélögin leika stórt hlutverk á þessum vettvangi, einkum með stuðningi við skipulagt íþróttastarf og uppbyggingu mannvirkja. Á þessu kjörtímabili höfum við sett aukið fjármagn í heilsueflingu fyrir eldri bæjarbúa, tryggt að yngstu aldurshóparnir geti stundað sína íþrótt endurgjaldlaust. Þá höfum við lagt ríka áherslu á frekari uppbyggingu íþróttamannvirkja í efri og neðri byggðum. Skýr stefna áfram Í Kópavogi er stefna okkar sem myndum meirihluta í bæjarstjórn að nýta sem best fjármuni bæjarins, standa vörð um grunnþjónustu en um leið hlífum við skattgreiðendum við auknum álögum. Þær áherslur endurspeglast í verkum okkar. Við höfum sýnt það í verki að við þorum að ráðast í breytingar sem skila sér í bættri þjónustu. Það er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir máli ef áherslur beinast ekki að þeim verkefnum sem mestu skipta fyrir bæjarbúa hverju sinni. Kópavogur er farsælt sveitarfélag og við munum áfram tryggja að svo verði undir okkar forystu. Höfundar eru bæjarstjóri Kópavogs og formaður bæjarráðs.
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar