Jónsósómi Kristinn H. Gunnarsson skrifar 6. júní 2024 21:01 Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er. Svo rammt kvað að heimsósómanum að þegar gamlir og úrsér gengnir vegarkaflar í Dalasýslu þoldu illa umferðina í vor var laxeldinu umsvifalaust kennt um, þar sem eldislax til útflutnings frá Vestfjörðum er fluttur með bílum til höfuðborgarsvæðisins. En áratugum saman hefur mikið magn af fiski verið fluttur eftir þessum sömu vegum. Svo ef fiskurinn er þorskur þá er allt í lagi, en ef hann er lax þá spillast vegirnir. Ósannindi um fyrirtækin Jón Kaldal er talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, og hann þylur heimsósómann af miklum móð. En lætur ekki duga að ýkja og skekkja heldur beinlínis fer vísvitandi með rangt mál til áfellis eldinu. Það má kalla Jónsósóma. Í aðsendri grein á visir.is þann 25. maí segir Jón um laxeldisfyrirtækin:”Þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá.“ Um þetta má segja að það er ekki nokkur fótur fyrir þessu. Engin dæmi eru um að laaxeldisfyrirtækin hafi höfðað mál á hendur sveitarfélagi vegna deilna um greiðslu á hafnargjöldum. Hins vegar eru tvö dæmi um að sveitarfélag hefur stefnt eldisfyrirtæki fyrir dóm. Í öðru málinu var það Tálknafjarðarhreppur sem stefndi Arnarlaxárið 2021 og krafðist vörugjalda af flutningi á fóðri í pramma og af dauðum laxi sem landað var í Tálknafjarðarhöfn.Héraðsdómur Vestfjarða vísaði kröfunni frá í janúar 2022 og sagði málið ekki tækt til efnismeðferðar þar sem ekki var vísað til þess hver lagagrundvöllur kröfunnar væri né greint frá málsástæðum. Arnarlax mótmælti kröfunni um vörugjöld af fóðri þar sem það sé flutt inn erlendis frá og losað beint í fóðurpramma við eldiskvíar. Fóðrið komi því aldrei inn á hafnarsvæðið og falli ekki undir gjaldskrána. Varðandi dauða laxinn þá sé ekki um vöru að ræða enda verðlaus fiskur sem er landað til förgunar. Dómnum var ekki áfrýjað. Hitt málið höfðaði Vesturbyggð á hendur Arnarlax. Deilt var um lögmæti aflagjalds og þær breytingar sem Vesturbyggð gerði á gjaldskránni árið 2019. Þá var aflagjald hækkað úr 0,6% í 0,7% af aflaverðmæti auk annarra breytinga. Arnarlax mótmælti breytingunum og greiddi áfram samkvæmr eldri gjaldskrá. Vesturbyggð krafðist þess að fá mismuninn greiddan.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í nóvember 2023 og var Arnarlax sýknað af kröfum Vesturbyggðar. Dómurinn féllst á það að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði laganna um aflagjald. Því bæri að sýkna stefnda.Vesturbyggð hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar og beðið er þess að málið verði tekið fyrir. Í Bolungavík og á Djúpavogi eru einnig laxasláturhús og eldisfyrirtækin hafa átt í góðu samstarfi við sveitarfélögin um greiðslu á hafnagjöldum. Í öllum þessum sveitarfélögum hafa tekjur hafnasjóða af laxeldinu verið góðar og rífandi góð afkoma af rekstrinum. Staðhæfingar Jóns Kaldal eru því ósannar, um er að ræða ósómamálflutning sem settur er fram að ósekju til áfellis laxeldisfyrirtækjunum. Ósannindi um embættismenn Annað dæmi varðar starfsmann Matvælaráðuneytisins.Árið 2019 lét skrifstofustjóri í ráðuneytinu, sem fór með málefni fiskeldis, fresta birtingu lagabreytinga um nokkra daga. Ráðherra tók þetta óstinnt upp og vísaði embættisfærslum skrifstofustjórans til lögreglu til rannsóknar. Jón Kaldal segir embættismanninn hafa verið að ganga erinda eldisfyrirtækjanna, en það er ekki í samræmi við gögn málsins. Héraðssaksóknari rannsakaði embættisfærsluna. Þar kom í ljós að frestunin nam 4 dögumog varð birting laganna 18. júlí stað 14. júlí 2019. Skýringar embættismannsins voru þær að um íþyngjandi lagasetningu hafi verið að ræða fyrir fyrirtæki sem voru í umsóknarferli um leyfi til fiskeldis og hann hafi viljað koma í veg fyrir að lagasetningin skapaði skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart þeim fyrirtækjum. Héraðssakskóknari féllst á skýringarnar og segir í niðurstöðu sinni að að ekki hafa verið sýnt fram á að skrifstofustjórinn hafi misnotað stöðu sína öðrum eða honum sjálfum til ávinnings. „Þá fæst ekki séð að athafnir yðar hafi hallað réttindum einstakra manna eða lögaðila né hins opinbera“. Þar með voru þessar ásakanir úr sögunni en Jón Kaldal getur þess að engu heldur bætir frekar í og segir í greininni frá 25. maí að meðal starfsfólks ráðuneytisins nú séu fyrrverandi starfsmenn samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og gerir störf þeirra tortryggileg. Málflutningur af þessum toga varð til þess að Matvælaráðherra tók til varna fyrir starfsfólk sitt og andmælti þessum málflutningi í aðsendri grein á visir.is.Þar sagði ráðherrann: „Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru.“ Ómálefnaleg umræða Helstu andstæðingar sjókvíaeldis hafa tamið sér árásargjarnan, ómálefnalegan, villandi og jafnvel rangan málflutning um sjókvíaeldi. Þar er Jón Kaldal meðal fremstu manna og nýtir til fulls fyrri störf sín í fjölmiðlum. Það er mikil þörf á því að umræða um sjókvíaeldi taki mið af staðreyndum og að rangfærslum verði ýtt til hliðar. Í því verkefni er ábyrgð fjölmiðla veruleg. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Umhverfismál Loftslagsmál Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Það komst eitt sinn í tísku að berjast með bölmóðinn að vopni og sjá ekkert bjart framundan. Undanfarið ár hefur verið rekin mikil herferð gegn laxeldi í sjó, einmitt í þessum sérstaka heimsósómastíl. Þar er allt sem úrskeiðis fer í mannheimum laxeldinu að kenna sama hvað það er. Svo rammt kvað að heimsósómanum að þegar gamlir og úrsér gengnir vegarkaflar í Dalasýslu þoldu illa umferðina í vor var laxeldinu umsvifalaust kennt um, þar sem eldislax til útflutnings frá Vestfjörðum er fluttur með bílum til höfuðborgarsvæðisins. En áratugum saman hefur mikið magn af fiski verið fluttur eftir þessum sömu vegum. Svo ef fiskurinn er þorskur þá er allt í lagi, en ef hann er lax þá spillast vegirnir. Ósannindi um fyrirtækin Jón Kaldal er talsmaður íslenska náttúruverndarsjóðsins, Icelandic wildlife fund, og hann þylur heimsósómann af miklum móð. En lætur ekki duga að ýkja og skekkja heldur beinlínis fer vísvitandi með rangt mál til áfellis eldinu. Það má kalla Jónsósóma. Í aðsendri grein á visir.is þann 25. maí segir Jón um laxeldisfyrirtækin:”Þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá.“ Um þetta má segja að það er ekki nokkur fótur fyrir þessu. Engin dæmi eru um að laaxeldisfyrirtækin hafi höfðað mál á hendur sveitarfélagi vegna deilna um greiðslu á hafnargjöldum. Hins vegar eru tvö dæmi um að sveitarfélag hefur stefnt eldisfyrirtæki fyrir dóm. Í öðru málinu var það Tálknafjarðarhreppur sem stefndi Arnarlaxárið 2021 og krafðist vörugjalda af flutningi á fóðri í pramma og af dauðum laxi sem landað var í Tálknafjarðarhöfn.Héraðsdómur Vestfjarða vísaði kröfunni frá í janúar 2022 og sagði málið ekki tækt til efnismeðferðar þar sem ekki var vísað til þess hver lagagrundvöllur kröfunnar væri né greint frá málsástæðum. Arnarlax mótmælti kröfunni um vörugjöld af fóðri þar sem það sé flutt inn erlendis frá og losað beint í fóðurpramma við eldiskvíar. Fóðrið komi því aldrei inn á hafnarsvæðið og falli ekki undir gjaldskrána. Varðandi dauða laxinn þá sé ekki um vöru að ræða enda verðlaus fiskur sem er landað til förgunar. Dómnum var ekki áfrýjað. Hitt málið höfðaði Vesturbyggð á hendur Arnarlax. Deilt var um lögmæti aflagjalds og þær breytingar sem Vesturbyggð gerði á gjaldskránni árið 2019. Þá var aflagjald hækkað úr 0,6% í 0,7% af aflaverðmæti auk annarra breytinga. Arnarlax mótmælti breytingunum og greiddi áfram samkvæmr eldri gjaldskrá. Vesturbyggð krafðist þess að fá mismuninn greiddan.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Vestfjarða í nóvember 2023 og var Arnarlax sýknað af kröfum Vesturbyggðar. Dómurinn féllst á það að eldisfiskur væri ekki sjávarafli og félli ekki undir ákvæði laganna um aflagjald. Því bæri að sýkna stefnda.Vesturbyggð hefur áfrýjað dómnum til Landsréttar og beðið er þess að málið verði tekið fyrir. Í Bolungavík og á Djúpavogi eru einnig laxasláturhús og eldisfyrirtækin hafa átt í góðu samstarfi við sveitarfélögin um greiðslu á hafnagjöldum. Í öllum þessum sveitarfélögum hafa tekjur hafnasjóða af laxeldinu verið góðar og rífandi góð afkoma af rekstrinum. Staðhæfingar Jóns Kaldal eru því ósannar, um er að ræða ósómamálflutning sem settur er fram að ósekju til áfellis laxeldisfyrirtækjunum. Ósannindi um embættismenn Annað dæmi varðar starfsmann Matvælaráðuneytisins.Árið 2019 lét skrifstofustjóri í ráðuneytinu, sem fór með málefni fiskeldis, fresta birtingu lagabreytinga um nokkra daga. Ráðherra tók þetta óstinnt upp og vísaði embættisfærslum skrifstofustjórans til lögreglu til rannsóknar. Jón Kaldal segir embættismanninn hafa verið að ganga erinda eldisfyrirtækjanna, en það er ekki í samræmi við gögn málsins. Héraðssaksóknari rannsakaði embættisfærsluna. Þar kom í ljós að frestunin nam 4 dögumog varð birting laganna 18. júlí stað 14. júlí 2019. Skýringar embættismannsins voru þær að um íþyngjandi lagasetningu hafi verið að ræða fyrir fyrirtæki sem voru í umsóknarferli um leyfi til fiskeldis og hann hafi viljað koma í veg fyrir að lagasetningin skapaði skaðabótaskyldu ríkisins gagnvart þeim fyrirtækjum. Héraðssakskóknari féllst á skýringarnar og segir í niðurstöðu sinni að að ekki hafa verið sýnt fram á að skrifstofustjórinn hafi misnotað stöðu sína öðrum eða honum sjálfum til ávinnings. „Þá fæst ekki séð að athafnir yðar hafi hallað réttindum einstakra manna eða lögaðila né hins opinbera“. Þar með voru þessar ásakanir úr sögunni en Jón Kaldal getur þess að engu heldur bætir frekar í og segir í greininni frá 25. maí að meðal starfsfólks ráðuneytisins nú séu fyrrverandi starfsmenn samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi og gerir störf þeirra tortryggileg. Málflutningur af þessum toga varð til þess að Matvælaráðherra tók til varna fyrir starfsfólk sitt og andmælti þessum málflutningi í aðsendri grein á visir.is.Þar sagði ráðherrann: „Sérstaklega er ömurlegt að sjá gagnrýnendur viðhafa ummæli sem fela í sér ásakanir á hendur tilgreindum starfsmönnum ráðuneytisins, sem fela í sér brigsl um refsiverð brot ef sannar væru.“ Ómálefnaleg umræða Helstu andstæðingar sjókvíaeldis hafa tamið sér árásargjarnan, ómálefnalegan, villandi og jafnvel rangan málflutning um sjókvíaeldi. Þar er Jón Kaldal meðal fremstu manna og nýtir til fulls fyrri störf sín í fjölmiðlum. Það er mikil þörf á því að umræða um sjókvíaeldi taki mið af staðreyndum og að rangfærslum verði ýtt til hliðar. Í því verkefni er ábyrgð fjölmiðla veruleg. Höfundur er ritstjóri.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar