Innlent

Á­kvörðun Bjark­eyjar um hval­veiðar mun liggja fyrir á þriðju­daginn

Jakob Bjarnar skrifar
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun gera lýðum ljóst á þriðjudag hver ákvörðun hennar verður með útgáfu leyfa til hvalveiða.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra mun gera lýðum ljóst á þriðjudag hver ákvörðun hennar verður með útgáfu leyfa til hvalveiða. vísir/arnar

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra sagði á þinginu nú rétt í þessu að hún muni birta ákvörðun sína um hvort hvalveiðar verði leyfaðar á þriðjudaginn.

Málið var tekið upp í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir en það var Bergþór Ólason Miðflokki sem reið á vaðið og spurði matvælaráðherra hvernig liði með afgreiðslu á umsókn Hvals um að hefja hvalveiðar?

„Hvað tefur Orminn langa?“ spurði Bergþór. Hvenær mætti vænta þess að afstaða ráðherra liggi fyrir og verði ljós. Bergþór nefndi meðal annars að ráðgjöf Hafró væri óbreytt og ekkert til fyrirstöðu.

Bjarkey matvælaráðherra sagði að það þyrfti að ýmsu að hyggja. Þetta væri ekki eins einfalt og menn vildu vera láta. Vinna standi yfir í ráðuneytinu sem mun leggja mat á lagaumhverfið. Þarna sé um að ræða samspil laga og velferð dýra og svo framvegis.

„Lokaumsóknir bárust um kvöldið 4. júní, en hvalur hefur frest fram á morgundaginn að koma fram með athugasemdir. En ég hyggst birta niðurstöðu mína á þriðjudaginn,“ sagði ráðherra.

Bergþór sagði að sér þætti þetta ganga hægt fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×