Framsýn farsæld Tinna Sigurðardóttir skrifar 6. júní 2024 11:00 Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Skoðun Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Trappa á 10 ára afmæli um þessar mundir. Trappa er fyrirtæki sem sérhæfir sig í að veita og auka aðgengi að ýmis konar þjónustu fyrir börn, til að mynda talþjáfun, sálfræðiráðgjöf og hegðunarráðgjöf svo eitthvað sé nefnt. Markmið og sýn okkar hefur ávallt verið að grípa barn í vanda án tafar, ýmist með ráðgjöf, leiðbeiningum eða beinni þjálfun. Frá upphafi var lögð áhersla á fjarþjónustu og notast við Zoom til að byrja með. Fyrstu skjólstæðingarnir voru börn í Vesturbyggð sem hlutu talþjálfun vikulega. Vel að merkja var þetta árið 2014, löngu fyrir Covid. Smátt og smátt fjölgaði sveitarfélögum vítt og breitt um landið sem sáu kosti þess að fá vikulega talþjálfun fyrir börn með minni áherslu á greiningar. Í dag nýta 11 sveitarfélög sér þjónustu okkar með góðum árangri. Eftir því sem þjónusta Tröppu þróaðist hófst einnig þróun hugbúnaðarins Kara Connect, sem er veflægur fjarfundabúnaður hannaður með fyllsta öryggi í huga. Í dag eru Trappa og Kara tvö aðskilin fyrirtæki sem eru þó byggð á sama grunni og með sömu sýn - að auðvelda aðgengi að aðstoð. Við höfum á þessum tíma byggt upp öfluga þjónustu og gott og faglegt samstarf við sveitarfélög. Þrátt fyrir frumkvöðlastarfsemi Tröppu og þá umbyltingu í veitingu þjónustu sem fyrirtækið hefur valdið hefur það aldrei hlotið opinbera styrki. Þvert á móti höfum við þurft að berjast við hinar ýmsu stofnanir hér á landi í gegnum tíðina. Má þar nefna Landlæknisembættið sem setti sérstakar kröfur um leyfi til veitingar fjarþjónustu án fyrirvara, sem hafði þá einnig áhrif á stöðu talmeinafræðinga gagnvart Sjúkratryggingum Íslands. Voru þessar aðgerðir hins opinbera mjög kostnaðarsamar fyrir okkur og unnu í rauninni gegn þeirri framsýni og umbótum sem fjarþjónusta af þessu tagi er fyrir samfélagið allt. Þrátt fyrir mótlæti látum við engan bilbug á okkur finna og vex Trappa nú og dafnar sem aldrei fyrr. Í haust verður haldin ráðstefna til að fagna þessum tímamótum. Við höldum áfram að auka aðgengi að hjálp og er nú hægt er að bóka tíma hjá hinum ýmsu sérfræðingum með stuttum fyrirvara í gegnum vefsíðu Tröppu. Áfram er sýn okkar sú að með því grípa inn í sem fyrst með góðri og ítarlegri ráðgjöf og handleiðslu til foreldra og fagfólks, megi breyta miklu varðandi framgang þroska barns. Trappa er vissulega langt á undan sinni samtíð þegar kemur að farsæld barna og við hlökkum til að vera áfram leiðandi í betra aðgengi að aðstoð fyrir börn, foreldra og fagfólk með farsæld barna að leiðarljósi. Höfundur er talmeinafræðingur og einn stofnenda Tröppu.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun