Biden herðir tökin á landamærum í aðdraganda kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2024 16:35 Biden kynnti landamæraaðgerðir sínar á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Förufólki sem kemur ólöglega til Bandaríkin yfir landamærin að Mexíkó verður bannað að sækja um hæli og verður snögglega vísað úr landi samkvæmt tilskipun sem Joe Biden Bandaríkjaforseti gaf út í gær. Innflytjendamál brenna einna heitast á kjósendum fyrir forsetakosningar sem fara fram í haust. Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða. Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Tilskipunin tekur gildi skömmu eftir miðnætti að staðartíma í nótt. Undantekningar eru fyrir fylgdarlaus börn, alvarlega veikt fólk og þá sem eru taldir í hættu eða fórnarlömb mansals, að því er kemur fram í frétt Reuters. Biden sagði að þeir sem vildu sækja um hæli í Bandaríkjunum gætu gert það með því að bóka tíma í gegnum snjallforrit eða með öðrum löglegum hætti. „Þessi aðgerð hjálpar okkur að ná tökum á landamærunum og koma aftur á röð og reglu í leiðinni. Bannið verður í gildi þar til þeim sem reyna að komast ólöglega inn fækkar nægilega til þess að kerfið okkar ráði við það,“ sagði Biden á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Þegar Biden tók við af Donald Trump hét hann því að milda harðlínustefnu forvera síns í innflytjendamálum, ekki síst þeirri að stía í sundur fjölskyldum sem komu yfir landamærin. Síðan þá hefur Biden þurft að glíma við mikla fjölgun fólks sem fer ólöglega yfir landamærin. Repúblikanar, og sumir demókratar, gáfu lítið fyrir útspil Biden. Þeir fyrrnefndu telja aðgerðirnar ekki hrökkva til en þeir síðarnefndu telja Biden hafa fært sig of nærri Trump í málaflokknum. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir áhyggjum af því að reglurnar þýddu að fólk sem þyrfti á alþjóðlegri vernd að halda yrði meinað um hana. Flokkarnir tveir í öldungadeild Bandaríkjaþings náðu þverpólitísku samkomulagi um hertar aðgerðir á landamærunum með stuðningi Biden í vetur. Repúblikanar í fulltrúadeildinni drápu frumvarpið að kröfu Trump sem vildi ekki að Biden gæti stært sig af árangri í landamæramálunum á kosningaári. Skoðanakannanir benda til þess að kjósendur treysti Trump mun betur fyrir landamærunum en Biden. Biden sagðist helst vilja koma í gegn varanlegum lögum um landamærin en andstaða repúblikana þvingaði hann til þess að grípa til einhliða aðgerða.
Bandaríkin Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira