Valdimar Þór Ingimundarsson var við það að skjóta á markið og hefði komið Víkingum 2-1 yfir en Orri Sveinn Segatta togaði í hann og truflaði skotið töluvert.
„Ef hann hefði togað buxurnar alveg niður fyrir hné, hefðirðu þá gefið víti?“ spurði þáttastjórnandinn Guðmundur Benediktsson.
„Þetta er pjúra víti sko, ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki,“ svaraði sérfræðingurinn Lárus Orri þá um hæl.
Víkingur komst svo 2-1 yfir aðeins þremur mínútum síðar. Orri Sveinn jafnaði 2-2 í upphafi seinni hálfleiks en Víkingar settu þrjú mörk til viðbótar og unnu öruggan 5-2 sigur að endingu.