Verður þér að góðu? Álfhildur Leifsdóttir, Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, og Hólmfríður Sigþórsdóttir skrifa 3. júní 2024 08:01 Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Nú þegar matur bæði í leik- og grunnskólum er á forræði sveitarfélaga eykst ábyrgð þeirra hvað varðar heilsu og vellíðan. Ábyrgð og tækifæri til að hlúa að heilbrigðum neysluháttum. Sveitarfélög eru hvött til að tryggja að núgildandi ráðleggingum um mataræði, handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá 2021, sé fylgt í skólaeldhúsum landsins. Sumarið 2023 kynnti landlæknir nýjar norrænar næringarleiðbeiningar. Hér er um að ræða umfangsmikla uppfærslu byggða á áhrifum á heilsu og umhverfi þegar kemur að mataræði. Næringarráðleggingarnar voru unnar af hópi sérfræðinga skipuðum fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum allra Norðurlandanna. Þar segir meðal annars að mataræði úr jurtaríkinu, svo sem grænmeti, belgjurtir, ávextir og ber, eigi að vera ráðandi. Heilkornavörur skuli vera í fyrirrúmi, mælt er með því að neyta fisks tvisvar til þrisvar í viku og hóflegri neyslu á fituminni mjólkurvörum. Einnig er mælt með því að sleppa unnum matvælum og takmarka kjötneyslu. Hér á landi hefur verið skipaður faghópur á vegum embættis landlæknis til að endurskoða opinberar ráðleggingar um mataræði á Íslandisem hafa verið í gildi síðan 2014. Þær koma til með að byggja á Norrænu næringarráðleggingunum en einnig verður tekið tillit til íslenskra aðstæðna, þar á meðal niðurstaðna úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2019 til 2021. Forvitnilegt verður að fylgjast með þegar þessar breytingar koma til framkvæmda í skólum landsins og handbók fyrir skólamötuneytin verður uppfærð, þar sem jurtafæði og vönduðum fiskréttum er gert hátt undir höfði. Hvað ræður? Hráefniskostnaðurinn, meðferð hráefnis eða umhverfið? Í leikskólum landsins borða öll börn saman og þar þróast ákveðinn matarmenning í litlum hópum. Mörg börn smakka í fyrsta sinn hinar ýmsu fæðutegundir í leikskólum og þar er gjarnan jákvæðara viðmót meðal annars til jurtafæðis og fiskneyslu. Þetta breytist í mörgum tilfellum á næsta skólastigi, hvað sem veldur. Viðhorf breytast og verða oft neikvæð til ákveðinna fæðuflokka og þrátt fyrir að mörg börn séu í mataráskrift er misjafnt hver borða í raun á skólatíma. Það er von til þess að þetta breytist með nýjum lögum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum og að þar byggist upp svipuð menning og í leikskólunum, að öll borða eitthvað þó ekki endilega allt. Vissulega háir það mörgum grunnskólum hve mörg börn borða á sama tíma og að eftirlit og aðstoð við að setja hæfilegt magn og fjölbreytt á diskinn getur verið ábótavant. Tilvalið væri að nota tækifærið og breyta leiknum samhliða lögunum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum. Viðhalda stemningunni úr leikskólum fram yfir yngsta stigið og skoða hvort það hafi áhrif á neyslumynstur og viðhorf til fæðuflokka til framtíðar. Máltíðir í skólamötuneytum eru risastórt lýðheilsumál og unnin matvæli eiga ekki að sjást í þar. Þeir foreldrar sem kjósa að kynna slíkt fyrir börnum sínum geta vitanlega gert það utan skólatíma. Áhersla ætti að vera á holla valkosti með sem lægst kolefnisspor og framleidd í héraði sé það kostur. Ef við ætlum að efla lýðheilsu með tilliti til lýðheilsuvísa og stuðla að heilbrigðum matarvenjum þar sem hollusta og heilnæmi er sett á oddinn verður að vera eftirfylgni með mötuneytum allra skólastiga. Það þarf hvoru tveggja að fræða og hlusta á raddir barnanna en fyrst og fremst að sjá til þess að öll börn séu umkringd næringarríkum matvælum í skólaumhverfinu. Eins er mikilvægt að gefinn sé rúmur tími til að matast, að börn fái góðan tíma til að njóta matarins og ástunda þannig heilbrigðar matarvenjur í stað þess að matartíma sé hraðað til þess að þau missi ekki af útivist eða öðrum frítíma. Við fögnum þessum nýju leiðbeiningunum, hlökkum til að sjá hvernig útfærslurnar verða í handbók fyrir skólamötuneyti og hvernig þær endurspeglast á matseðlum skólanna. Það verður til fyrirmyndar að sjá áherslu á umhverfi og góða næringu þar sem meðal annars heilkornabrauð, grænmeti, ávextir og ber eru í forgrunni. Vel nærð bernska og réttir neysluhættir ættu að vera heillavænleg til framtíðar. Höfundar eru: Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VGog stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri,stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Hólmfríður Sigþórsdóttir, kennslufræðingurog flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Álfhildur Leifsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Nú þegar rúmlega fjörutíu sveitarfélög vinna eftir nálguninni um heilsueflandi samfélag ásamt fjölbreyttum vinnustöðum þar á meðal mörgum leik-, grunn- og framhaldsskólum er mikilvægt að horfa til matarmenningar og neysluhátta. Markmið heilsueflandi samfélags, skóla og annarra vinnustaða er að skapa umhverfi og aðstæður sem stuðla að heilbrigðum lifnaðarháttum þar sem hlutverk mataræðis er stórt. Nú þegar matur bæði í leik- og grunnskólum er á forræði sveitarfélaga eykst ábyrgð þeirra hvað varðar heilsu og vellíðan. Ábyrgð og tækifæri til að hlúa að heilbrigðum neysluháttum. Sveitarfélög eru hvött til að tryggja að núgildandi ráðleggingum um mataræði, handbók fyrir grunnskólamötuneyti frá 2021, sé fylgt í skólaeldhúsum landsins. Sumarið 2023 kynnti landlæknir nýjar norrænar næringarleiðbeiningar. Hér er um að ræða umfangsmikla uppfærslu byggða á áhrifum á heilsu og umhverfi þegar kemur að mataræði. Næringarráðleggingarnar voru unnar af hópi sérfræðinga skipuðum fulltrúum frá heilbrigðis- og matvælayfirvöldum allra Norðurlandanna. Þar segir meðal annars að mataræði úr jurtaríkinu, svo sem grænmeti, belgjurtir, ávextir og ber, eigi að vera ráðandi. Heilkornavörur skuli vera í fyrirrúmi, mælt er með því að neyta fisks tvisvar til þrisvar í viku og hóflegri neyslu á fituminni mjólkurvörum. Einnig er mælt með því að sleppa unnum matvælum og takmarka kjötneyslu. Hér á landi hefur verið skipaður faghópur á vegum embættis landlæknis til að endurskoða opinberar ráðleggingar um mataræði á Íslandisem hafa verið í gildi síðan 2014. Þær koma til með að byggja á Norrænu næringarráðleggingunum en einnig verður tekið tillit til íslenskra aðstæðna, þar á meðal niðurstaðna úr landskönnun á mataræði sem fram fór á árunum 2019 til 2021. Forvitnilegt verður að fylgjast með þegar þessar breytingar koma til framkvæmda í skólum landsins og handbók fyrir skólamötuneytin verður uppfærð, þar sem jurtafæði og vönduðum fiskréttum er gert hátt undir höfði. Hvað ræður? Hráefniskostnaðurinn, meðferð hráefnis eða umhverfið? Í leikskólum landsins borða öll börn saman og þar þróast ákveðinn matarmenning í litlum hópum. Mörg börn smakka í fyrsta sinn hinar ýmsu fæðutegundir í leikskólum og þar er gjarnan jákvæðara viðmót meðal annars til jurtafæðis og fiskneyslu. Þetta breytist í mörgum tilfellum á næsta skólastigi, hvað sem veldur. Viðhorf breytast og verða oft neikvæð til ákveðinna fæðuflokka og þrátt fyrir að mörg börn séu í mataráskrift er misjafnt hver borða í raun á skólatíma. Það er von til þess að þetta breytist með nýjum lögum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum og að þar byggist upp svipuð menning og í leikskólunum, að öll borða eitthvað þó ekki endilega allt. Vissulega háir það mörgum grunnskólum hve mörg börn borða á sama tíma og að eftirlit og aðstoð við að setja hæfilegt magn og fjölbreytt á diskinn getur verið ábótavant. Tilvalið væri að nota tækifærið og breyta leiknum samhliða lögunum um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum. Viðhalda stemningunni úr leikskólum fram yfir yngsta stigið og skoða hvort það hafi áhrif á neyslumynstur og viðhorf til fæðuflokka til framtíðar. Máltíðir í skólamötuneytum eru risastórt lýðheilsumál og unnin matvæli eiga ekki að sjást í þar. Þeir foreldrar sem kjósa að kynna slíkt fyrir börnum sínum geta vitanlega gert það utan skólatíma. Áhersla ætti að vera á holla valkosti með sem lægst kolefnisspor og framleidd í héraði sé það kostur. Ef við ætlum að efla lýðheilsu með tilliti til lýðheilsuvísa og stuðla að heilbrigðum matarvenjum þar sem hollusta og heilnæmi er sett á oddinn verður að vera eftirfylgni með mötuneytum allra skólastiga. Það þarf hvoru tveggja að fræða og hlusta á raddir barnanna en fyrst og fremst að sjá til þess að öll börn séu umkringd næringarríkum matvælum í skólaumhverfinu. Eins er mikilvægt að gefinn sé rúmur tími til að matast, að börn fái góðan tíma til að njóta matarins og ástunda þannig heilbrigðar matarvenjur í stað þess að matartíma sé hraðað til þess að þau missi ekki af útivist eða öðrum frítíma. Við fögnum þessum nýju leiðbeiningunum, hlökkum til að sjá hvernig útfærslurnar verða í handbók fyrir skólamötuneyti og hvernig þær endurspeglast á matseðlum skólanna. Það verður til fyrirmyndar að sjá áherslu á umhverfi og góða næringu þar sem meðal annars heilkornabrauð, grænmeti, ávextir og ber eru í forgrunni. Vel nærð bernska og réttir neysluhættir ættu að vera heillavænleg til framtíðar. Höfundar eru: Álfhildur Leifsdóttir, grunnskólakennari, formaður Sveitarstjórnarráðs VGog stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir, leikskólastjóri,stjórnarkona Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs og oddviti hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi Hólmfríður Sigþórsdóttir, kennslufræðingurog flokkráðsfulltrúi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun