Tóbak markaðssett fyrir ungt fólk Guðlaug B. Guðjónsdóttir skrifar 31. maí 2024 14:01 Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Alþjóðlegi tóbakslausi dagurinn er 31. maí og hefur hann verið haldinn allt frá 1987 af aðildarríkjum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO). Tilgangurinn er að minna á skaðsemi reykinga og annarar tóbaks- og nikótínnotkunar á fólk, almannaheilbrigði, samfélög og umhverfið í heild sinni. Í ár er áherslan lögð á að vekja athygli á skaðlegum áhrifum markaðssetningar tóbaksframleiðenda á ungmenni. Tugir milljóna ungmenna á aldrinum 13-15 ára nota einhverja tegund tóbaks, þar af um 4 milljónir í Evrópu. Tóbaksframleiðendur reyna að finna nýja viðskiptavini í stað þeirra sem látast eða hætta tóbaksnotkun. Vöruþróun tóbaksframleiðenda og auglýsingaaðferðir höfða til barna og ungmenna, einkum gegnum samfélagsmiðla og streymisveitur. Þetta ógnar bæði heilsu þeirra og velferð. Lagasetning og forvarnaraðgerðir til að stemma stigu við nýjum tóbaks- og nikótínvarningi eru oft langt á eftir aðgerðum framleiðenda tóbaks. Rafsígarettur hafa notið mikilla vinsælda hjá ungu fólki. Gert er ráð fyrir að um 13% ungmenna í Evrópu noti rafsígarettur samanborið við 2% fullorðinna. Í sumum ríkjum Evrópu er rafsígarettunotkun ungmenna mun algengari en sígarettunotkun. Tóbak leiðir til dauða allt að helmings þeirra sem nota það, fyrir utan langvinna vanheilsu og veikindi. Tóbak drepur á heimsvísu yfir 8 milljónir manna á ári hverju. Að því er varðar krabbamein má minna á að tóbaksnotkun tengist að minnsta kosti tuttugu tegundum krabbameins og er sú orsök sjúkdómsins sem helst er hægt er að koma í veg fyrir. Tóbak veldur um fjórðungi allra dauðsfalla af völdum krabbameins. Tóbaksframleiðendur hafa einbeittan ásetning til að selja ungu fólki lífshættulegar vörur, sem auk þess eru ávanabindandi og valda fíkn. Þeir sem standa að alþjóðlega tóbakslausa deginum 31. maí 2024 hvetja ríkisstjórnir og þá sem berjast gegn tóbaksnotkun til að vernda unga fólkið fyrir skefjalausri ásókn framleiðenda tóbaks og til að láta þá bera ábyrgð á því tjóni sem þeir valda. Höfundur er framkvæmdastjóri Krabbameinsfélags höfuðborgarsvæðisins.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun