Þingmeirihluti ANC í hættu í Suður-Afríku Lovísa Arnardóttir skrifar 29. maí 2024 08:29 Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins. Vísir/EPA Þingkosningar hófust í morgun í Suður-Afríku í skólum, félagsmiðstöðum, samkomuhúsum og stórum tjöldum á opnum svæðum. Kosningarnar eru taldar afar mikilvægar en í húfi er meirihlutastjórn ANC flokksins sem hefur verið við völd allt frá því að aðskilnaðarstefna var lögð af fyrir um 30 árum. Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“. Suður-Afríka Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Flokkurinn á nú undir högg að sækja frá hópi fólks vegna mikils ójöfnuðar í landinu. Áætlað er að um helmingur fólks í landinu búi við fátækt og að um 32 prósent séu atvinnulaus. Íbúar eru 62 milljónir alls. Mikill ójöfnuður, atvinnuleysi og fátækt hefur hlutfallslega meiri áhrif á svart fólk en hvítt í landinu og því hefur verið tekist á um þetta í kosningunum og gæti haft þær afleiðingar að flokkurinn sem lagði af aðskilnaðarstefnuna og lofaði jafnrétti fyrir alla gæti misst meirihluta sinn. Flokkurinn hefur sigrað í sex kosningum í röð en samkvæmt spám eru þau með rétt undir 50 prósent atkvæða. Miðað við þann árangur myndu þau missa meirihluta á þingi í fyrsta sinn. Missi þau meirihlutann þurfa þau að mynda meirihluta með öðrum flokki og það hafa þau aldrei gert. Flokkurinn fékk 57,5 prósent atkvæða í síðustu kosningum árið 2019 sem var versta niðurstaða flokksins í kosningum frá því þau fengu um 70 prósent atkvæða fyrir tuttugu árum. Lofar að gera betur Leiðtogi flokksins og forseti landsins, Ramaphosa, hefur lofað að gera betur og hefur beðið um meiri tíma og þolinmæði til að gera það. Kosið er til þings og svo kjósa þingmenn forseta. ANC hefur verið með meirihluta á þingi frá árinu 1994. Kosið er í dag og er áætlað að um 28 milljón manns muni taka þátt á 23 þúsund kjörstöðum. Lokaniðurstaðan úr kosningunum á að liggja fyrir um helgina, á sunnudag líklega. Cyril Ramaphosa hefur verið forseti frá 2018. Hann er fimmti forseti landsins.Vísir/EPA Fram kemur í umfjöllun AP að mótherjar ANC séu sterkir en ekki samheldnir. Því hefur ekki verið spáð að tveir stærstu flokkarnir, Lýðræðisbandalagið eða DA [e. the Democratic Alliance] og Efnahagsfrelsisbaráttumennirnir [e. Economic Freedom Fighters] muni fá nægilegt fylgi til að fara fram úr ANC. DA hefur myndað bandalag með öðrum flokkum um að sameina atkvæða sín gegn ANC en ekki er talið líklegt að það verði nóg til að fjarlægja ANC alveg úr ríkisstjórn. Kosningarnar eru þær sjöundu í Suður-Afríku þar sem fólk af öllum kynþáttum má kjósa. Kosningarnar hófust klukkan sjö í morgun og lýkur klukkan níu í kvöld, að staðartíma. Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fór fram í gær og fyrradag. Um þrjú þúsund hermenn hafa verið sendir til að fylgjast með á kjörstöðum til að tryggja að kosningarnar gangi vel. Alls eru um 80 prósent íbúa í Suður-Afríku svört. Utan þeirra búa þar hvítt fólk, fólk af indverskum uppruna og fólk af tveimur eða fleiri kynþáttum. Alls eru tólf tungumál töluð í landinu. Á vef AP segir að Nelson Mandela, fyrsti svarti forseti landsins, hafi alltaf undirstrikað þennan fjölbreytileika, sagt hann fallegan og talað um að þau væru „Regnbogaþjóð“.
Suður-Afríka Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira