„Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2024 11:01 Ólafur Ólafsson með Dedrick Basile en þeir eru báðir í stórum hlutverkum hjá Grindavík. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson og félagar í Grindavík geta í kvöld unnið sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í meira en áratug. Stefán Árni Pálsson ræddi við fyrirliði Grindvíkinga um leikinn við Val sem fer fram fyrir fram troðfullan Hlíðarenda. „Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira
„Mér líður ósköp vel og er bara spenntur. Það er ekki að hverjum degi sem þú færð að spila oddaleik fyrir Íslandsmeistaratitlinum. Ég er fullur tilhlökkunar,“ sagði Ólafur Ólafsson. Grindavík varð síðast Íslandsmeistari árið 2013 en liðið tapaði oddaleik um titilinn vorið 2017. Það eru allir að tala um leikinn og fólk hlýtur að vera ræða mikið um hann við Ólaf. Fluttur inn í innri Njarðvík „Ég er fluttur inn í innri Njarðvík þannig að það er erfiðara að hitta mig. Ég held að mitt hús sé eina húsið í hverfinu sem er tilbúið,“ sagði Ólafur sposkur en hélt svo áfram: „Þegar ég hitti fólk þá er mikið verið að ræða þetta. Ég kannski forðast ekki fólk en ég læt minna fara fyrir mér. Ég er bara að einbeita mér að því verkefni sem er framundan. Það er alltaf gaman að hitta fólk og ræða þetta því það eru allir mjög spenntir og þá sérstaklega Grindvíkingarnir,“ sagði Ólafur. En hvað með ásókn í miða á leikinn. Hversu mörg skilaboð er Ólafur búinn að fá um miða á leikinn? Reddaði öllum í fjölskyldunni „Ég er búinn að fá nokkur en ég hef heyrt að fleiri séu búnir að fá einhverja tugi skilaboða. Ég sem betur fer náði að redda öllum mínum fjölskyldumeðlimum miðum. Það er bara meira konfekt að það sé verið að sækjast eftir því að koma að horfa á þennan leik. Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra,“ sagði Ólafur. Hvernig er skrokkurinn eftir alla þessa leiki? „Hann er fínn. Eymsli hér og þar. Laga það fyrir leikinn og ég verð allan daginn klár á miðvikudaginn (í kvöld). Það er alveg saman hvort ég hefði slitið eitthvað ég hefði bara sprautað mig niður. Ég hefði allan daginn spilað þennan leik,“ sagði Ólafur. Ólafur segir að það sé örugglega verra fyrir stuðningsfólkið að bíða eftir leikinn en fyrir hann. „Fyrir mér þá er þetta eins og hver annar leikur þótt að þetta sé stærsti leikurinn sem við erum að fara að spila á okkar ferli. Það eru bara þrír dagar á milli leikja og þetta er bara sama prógrammið. Maður tæklar það þannig. Ég er ekki að fara of hátt eða of lágt. Ég er bara í endurhæfingu og er að hugsa um líkamann hjá mér,“ sagði Ólafur. Bara alvöru frammistaða í einum útileik Allir leikir í úrslitaeinvíginu hafa unnist á heimavelli og Grindvíkingar hafa tapað síðustu fjórum útileikjum sínum í úrslitakeppninni. Er það ekkert stressandi staðreynd fyrir Ólaf? „Við skuldum sjálfum okkur alvöru frammistöðu á útivelli. Við erum búnir að sýna alvöru frammistöðu í einum útileik og það var á móti Tindastól. Við náum ekki upp tempó á útivelli á móti Keflavík og Val. Ef þú mætir ekki klár í oddaleik um titilinn þá átti að gera eitthvað annað,“ sagði Ólafur. Það má sjá allt viðtalið við hann hér fyrir neðan. Leikur Vals og Grindavíkur hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Bein útsending hefst klukkustund fyrir leik, klukkan 18:15. Klippa: Ólafur: Þetta verður eiginlega bara ennþá skemmtilegra
Subway-deild karla UMF Grindavík Valur Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Sjá meira